fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. september 2025 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Airpods Pro 3 kosta 28-56% meira á Íslandi en í átta samanburðarlöndum. Verðmunurinn er mun meiri en á nýjum Iphone-símum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á nýútkomnum vörum frá tæknifyrirtækinu Apple.

Skoðað var verð á nýju iPhone-línunni, tveimur hlustrum framleiddum af Apple og nýjum Airpods Pro-heyrnatólum. Verðbilið á milli íslenskra og erlendra söluaðila var minnst á símunum en mest á Airpods Pro-heyrnatólum.

Af þeim erlendu aðilum sem voru skoðaðir var Algiganten í Svíþjóð næst íslensku verðlagi eða um 7% ódýrara að meðaltali. Þar kosta iPhone-símar svo gott sem það sama á Íslandi en hins vegar kosta ný Airpods Pro 2 38% meira á Íslandi en í sænska systurfyrirtæki ELKO.

Verðbilið breikkar svo lítillega þegar komið er til Danmerkur og svo enn meira í Þýskalandi þar sem það er orðið 40%. Í tilkynningu verðlagseftirlitsins segir:

„Þó eru allir evrópsku verðpunktarnir á vörunni svipaðri innbyrðis en gagnvart Íslandi. Bandaríkin, heimaland Apple, skera sig svo úr þar líkt og í verði símanna sjálfra. Þar kosta Airpods Pro 3 ígildi rétt rúmra 30 þúsund króna.

Taka þarf fram að bandarísk verð eru gefin upp án söluskatts, sem er í sumum fylkjum enginn, en getur verið yfir 10%.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB