Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu verða veitt í kvöld við hátíðlega athöfn.
France Football veitir verðlaunin besta leikmanni síðustu leiktíðar í Evrópu og er talið að Ousmane Dembele verði valinn karlamegin í ár.
Dembele var lykilmaður í liði Paris Saint-Germain sem varð Evrópumeistari í fyrsta sinn síðastliðið vor.
Það er aðeins meiri óvissa kvennamegin. Margir telja líklegt að Mariona Caldentey í liði Evrópumeistara Arsenal verði valinn.
Þá gæti farið svo að Aitana Bonmati, stjarna Barelona, vinni í þriðja sinn.