Framarar voru allt annað en sáttir við dómgæsluna í naumu tapi gegn Víkingi í Bestu deild karla í gær.
Víkingur vann afar mikilvægan 2-1 sigur í toppbaráttunni. Helgi Guðjónsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk liðsins. Það fyrra var eftir afar umdeildan vítaspyrnudóm.
Sigurður Hjörtur Þrastarson benti á punktinn eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson fór niður í kjölfar afar lítillar snertingar Freys Sigurðssonar.
Helgi fór á punktinn en Viktor Freyr Sigurðsson í marki Fram varði. Sigurður lét þá endurtaka spyrnuna þar sem Viktor hafði farið af línunni. Við þetta urðu gestirnir enn reiðari.
Þessa atburðarás, sem og annað markvert úr leiknum, má sjá í spilaranum hér neðar.