Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vill fara að huga að því að skipta um markvörð og horfir hann til AC Milan í þeim efnum.
Maresca er ekki nógu sáttur með Robert Sanchez. Ekki hjálpaði til að hann fékk rautt spald snemma leiks gegn Manchester United um helgina og tapaðist leikurinn í kjölfarið.
Maresca er sagður horfa á ný til Mike Maignan hjá Milan, en hann var einnig orðaður við Chelsea í sumar.
Franski landsliðsmaðurinn verður þá samningslaus hjá Milan næsta sumar og því fáanlegur frítt þá.
Sanchez er á sínu þriðja tímabili hjá Chelsea, en hann kom frá Brighton sumarið 2023.