fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vill fara að huga að því að skipta um markvörð og horfir hann til AC Milan í þeim efnum.

Maresca er ekki nógu sáttur með Robert Sanchez. Ekki hjálpaði til að hann fékk rautt spald snemma leiks gegn Manchester United um helgina og tapaðist leikurinn í kjölfarið.

Maresca er sagður horfa á ný til Mike Maignan hjá Milan, en hann var einnig orðaður við Chelsea í sumar.

Franski landsliðsmaðurinn verður þá samningslaus hjá Milan næsta sumar og því fáanlegur frítt þá.

Sanchez er á sínu þriðja tímabili hjá Chelsea, en hann kom frá Brighton sumarið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur