Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sá fyrsti til að komast ósigraður í gegnum fimm leiki í röð gegn Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
City var nálægt því að vinna leik liðanna í gær með marki sem Erling Braut Haaland skoraði snemma leiks. En Gabriel Martinelli jafnaði í lokin.
Þetta var í fimmta sinn í röð sem Guardiola tekst ekki að skáka Arteta og er það met.
📊Arteta is now the first manager to avoid defeat in five league meetings with Guardiola.
✅ Arsenal 1-0 Man City (23/24)
🤝 Man City 0-0 Arsenal (23/24)
🤝 Man City 2-2 Arsenal (24/25)
✅ Arsenal 5-1 Man City (24/25)
🤝 Arsenal 1-1 Man City (2025) #AFC pic.twitter.com/ccVbcjR898— playmakerstats (@playmaker_EN) September 21, 2025
Það var ljóst að City ætlaði að verja forystu sína í gær og sýnir það sig í því að liðið var aðeins 32,8 prósent með boltann.
Tölfræðivetur vekja athygli á því að það er lægsta hlutfall með bolta hjá nokkru liði Guardiola í leik í efstu deild.
City er eftir leikinn með 7 stig í níunda sæti, 3 stigum á eftir Arsenal sem er í öðru sæti.
Manchester City's 32.8% possession figure in today's game against Arsenal was the lowest that a team managed by Pep Guardiola has had in a top-flight league game. pic.twitter.com/Z654LszLjj
— Opta Analyst (@OptaAnalyst) September 21, 2025