Marcus Rashford nýtur sín hjá Barcelona og vill vera hjá spænska stórliðinu næstu árin.
Enski sóknarmaðurinn fór á láni til Börsunga frá Manchester United í sumar, en hann var ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim á Old Trafford.
Rashford skoraði bæði mörk Barcelona í 1-2 sigri á Newcastle í Meistaradeildinni í gær og var himinnlifandi eftir leik.
„Ég vil vera eins lengi og mögulegt er hjá Barcelona. Mig langar að hjálpa liðinu að vinna, hvernig sem ég geri það,“ sagði hann.
„Ég finn fyrir því að stjórinn hefur trú á mér. Ég vissi að Hansi Flick væri frábær áður en ég kom en það er unaður að starfa með honum.“
Talið er að Barcelona geti keypt Rashford frá United að lánssamningnum loknum.