Manchester United er sagt hafa áhuga á óvæntum félagaskiptum Ruben Neves, samkvæmt nýjum fréttum á Englandi.
Liðið hefur glímt við vandræði á miðsvæðinu á tímabilinu þar sem jafnvægið í tvíeykinu í 3-4-3 kerfi Rúbens Amorim hefur reynst vandasamt.
Samkvæmt fréttum á Englandi gæti United leitað í lausn með því að reyna að fá fyrrum miðjumann Wolves, Ruben Neves, aftur til Evrópu og það á góðu verði.
Neves, sem er 28 ára og leikur nú með Al-Hilal í Sádi-Arabíu, er sagður opinn fyrir endurkomu til Evrópu.
Í fréttinni segir jafnframt að miðjumaðurinn gæti verið fáanlegur fyrir aðeins 17 milljónir punda, sem gæti reynst veruleg bót fyrir United-lið sem sárvantar stöðugleika á miðjunni.