fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Ferðast 11 ár aftur í tímann er hann fylgist með Garðbæingum – „Farið að minna á þetta örlagaríka sumar“

433
Laugardaginn 20. september 2025 16:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Skúli Jónsson, hlaðvarpsstjarna með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is á föstudag. Þar var farið vel yfir lokasprettinn í Bestu deild karla.

Stjarnan er aðeins tveimur stigum frá toppsæti deildarinnar fyrir tvískiptingu eftir frábært gengi undanfarið. Liðið átti góðan félagaskiptaglugga í sumar og sótti meðal annars fyrrum leikmann Liverpool og Tottenham, eins og frægt er.

„Yfir 100 leikja Premier League leikmaðurinn Steven Caulker kom inn í þetta, það er eiginlega enginn að tala um að það gæti haft einhver áhrif,“ sagði Jóhann og hló.

Stjarnan varð síðast Íslandsmeistari 2014 eftir eftirminnilegan sigur á FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika.

„Það er komið komið eitthvað 2014 væb. Eins og þegar þeir eru ömurlegir en kreista út 3 stig á móti KR í lokin. Þetta er farið að minna á þetta örlagaríka sumar. Ég er alveg með þá líklega,“ sagði Jóhann enn fremur.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met