Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV valdi fimm kynþokafyllstu leikmenn Bestu deildar karla. Valið var opinberað í Dr. Football þættinum í dag.
Gunnar sem er þekktur fyrir mikið dálæti á tísku og útliti, hann var ekki í neinum vandræðum með að velja listann.
„Við erum alltaf saman í saunu í Mosó, hann er komin í bad-boy lúkkið,“ sagði Gunnar um Kristin Freyr Sigurðsson leikmann Vals sem komst á listann.
Athygli vekur að aðeins leikmenn úr Val og Breiðablik komast á lista Gunnars.