Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Raheem Sterling og Axel Disasi, sem hafa verið útilokaðir frá aðalliðsæfingum félagsins, hafi það engu að síður mun betra en faðir hans sem starfaði sem sjómaður í hálfa öld.
Á blaðamannafundi á föstudag var Maresca spurður út í stöðuna á Sterling og Disasi, sem æfa nú hvor í sínu lagi á æfingasvæði Chelsea án þess að sjá fyrir sér endurkomu í hópinn.
Félag atvinnuknattspyrnumanna (PFA) hefur að sögn gripið inn í og krafist þess að leikmennirnir fái viðunandi aðstöðu til æfinga á meðan þeir bíða mögulegra félagaskipta í janúar.
Maresca svaraði spurningunni með skýru svari: „Faðir minn er 75 ára gamall og hefur unnið sem sjómaður í 50 ár, frá klukkan tvö um nóttina til tíu um morguninn,“ sagði stjórinn.
„Þetta er erfitt líf. Það að vera atvinnumaður í fótbolta er ekki erfitt líf.“
Sterling, sem er 30 ára, á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er hæst launaði leikmaður félagsins með 53 milljónir króna í laun á viku.