Samkvæmt fjölmiðlum í Englandi vinnur Chelsea nú náið með samtökum atvinnumanna í knattspyrnu (PFA) vegna meðferðar félagsins á leikmönnunum Raheem Sterling og Axel Disasi.
Þeir félagar, sem kostuðu félagið samtals um 85 milljónir punda, hafa verið útilokaðir úr leikmannahópi Enzo Maresca eftir að báðir misstu af tækifærum til félagaskipta í sumar.
Sterling, sem átti misheppnaða lánsdvöl hjá Arsenal á síðasta tímabili, hafnaði áhuga frá bæði Napoli og Bayern München en hinn enski landsliðsmaður vildi ekki yfirgefa London.
Auk þess var hann orðaður við bæði West Ham og Fulham, en engin viðskipti urðu úr því áður en glugginn lokaði.
Disasi, sem hefur verið í herbúðum Chelsea frá sumrinu 2023, hafnaði tilboðum frá Bournemouth og West Ham eftir að hann frétti af áhuga Monaco fyrrum félags síns á lánssamningi. Þar náðist þó ekki samkomulag fyrir lok gluggans.
Afleiðingin er sú að báðir leikmenn eru nú fastir á Stamford Bridge fram í janúar og æfa einir sér, aðskildir frá aðalliðinu.
Málið hefur vakið athygli PFA, sem fylgist nú með þróuninni og hvort brotið hafi verið gegn réttindum leikmannanna.