Virgil van Dijk er frábær varnarmaður en einnig ógn fram á við, eins og hann sýndi með því að skora dramatískt sigurmark Liverpool gegn Atletico Madrid í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í gær.
Þetta var 25. skallamark miðvarðarins fyrir Liverpool og hefur enginn í fimm stóru deildum Evrópu skorað fleiri mörk með hausnum frá því hann gekk í raðir enska stórliðsins snemma árs 2018. Er hann sex mörkum á undan næsta manni.
Liverpool vann leikinn í gær 3-2. Hin mörk liðsins skoruðu Andy Robertson og Mohamed Salah snemma leiks. Enn og aftur kom sigurmarkið í blálokin, sem hefur verið þekkt stef hjá Englandsmeisturunum í upphafi leiktíðar.
25 – Virgil van Dijk has now scored 25 headed goals for Liverpool – six more than any other defender has managed across Europe's big-five leagues since van Dijk's Liverpool debut in January 2018. Giant. pic.twitter.com/PJEydd5ady
— OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2025