Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, átti í útistöðum við stuðningsmenn Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni í gær.
Eftir sigurmark Virgil van Dijk undir lok leiks sauð gjörsamlega upp úr og Simeone óð upp að stúkunni og lét vel valin orð falla, aðallega að einum stuðningsmanni að því er virðist. Fékk hann rautt spjald í kjölfarið.
Aðstoðarmaður hans tók líka þátt í þessu og nú hefur birst myndband af því þegar hann hrækti á stuðningsmann Liverpool.
Aðstoðarmaðurinn fór við hlið átakanna og setti slummu upp í stúku, eitthvað sem flestum þykir viðbjóðsleg hegðun.
Atvikið er hér að neðan og gerist eftir 14 sekúndur í myndbandinu.
One of Simeone’s staff spat at a Liverpool fan on 13 seconds…
DISGUSTING😡🤢🤮pic.twitter.com/OoCDpxhKDK
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 18, 2025