Umboðsmaður Nicolas Jackson framherja Chelsea segir útilokað að framherjinn hafi áhuga á að snúa aftur til félagsins.
Jackson var sparkað út í sumar og endaði á að fara á láni til FC Bayern.
Um leið og Jackson hafði skrifað undir hjá Bayern létu forráðamenn félagsins vita að hann yrði nú líklega aldrei keyptur.
Jackson þarf að byrja 40 leiki svo klásúla um að kaupa hann verði virk, Harry Kane þarf að meiðast alvarlega svo það verði að veruleika.
Umboðsmaður Jackson segir hins vegar útilokað að framherjinn frá Senegal snúi aftur til Chelsea, hann hafi engan áhuga á því.