fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Pressan
Þriðjudaginn 16. september 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem var gestur í brúðkaupi, segir móður brúðgumans hafa gert lítið úr sér fyrir að mæta með eigin mat í veisluna. Konan deildi sögu sinni í Reddit-samfélaginu sem hefur ráð undir rifi hverju og segir hún um atvikið: „Móðir brúðgumans gekk á mig og sagði að ég væri fjölskyldunni til skammar,“ segir konan sem er 36 ára.

Konan segist hafa verið spennt að mæta í brúðkaup vinar síns, en var á sama tíma meðvituð um að hún glímdi við sjúkdóm, sem þýðir að hún getur ekki borðað glúten eða mjólkurvörur, án þess að greina nánar frá hver sjúkdómurinn væri.

„Þetta er ekki tískufæði eða val, ég verð mjög veik ef ég borða þetta,“ bætti konan við og tók fram að hún hefði gert mataræðisþarfir sínar skýrar þegar hún svaraði boðinu í brúðkaupið játandi.
Þrátt fyrir þetta sagði brúðurin konunni að veislusalurinn gæti ekki ábyrgst að maturinn væri alveg glúten- eða mjólkurlaus vegna krossmengunar, en hún vonaðist til að hún yrði í lagi með því að borða bara „salat og ávexti“.

Þar sem konan vildi ekki vera með vesen og láta hafa fyrir sér tók hún með sér nestisbox með grilluðum kjúklingi og hrísgrjónum til að borða í veislunni. Þegar kvöldmaturinn var borinn fram laumaðist hún út í fimm mínútur til að borða nestið sitt og sneri síðan aftur í veisluna.

„Ég gerði ekkert vesen, kom ekki með illa lyktandi mat og tók ekkert með mér frá veislunni,“ sagði hún.

Tengdamóðir vinkonu hennar kom hins vegar að henni í miðri máltíðinni og byrjaði hún að tala illa um konuna við aðra gesti, sagði að hún væri ekki að „virða veitingamanninn“ og væri að „láta parið líta út fyrir að vera nískt.“

Tengdamóðirinn sagði síðan hreint út við konuna að hún væri að gera aðstæður vandræðalegar fyrir fjölskylduna og ef að hún væri svona áhyggjufull vegna matarins þá hefði hún átt að borða fyrir brúðkaupið. Konan sagði einnig að tengdamóðirin hefði gagnrýnt hana fyrir að borða nálægt veggnum á leiðinni á klósettið og sagt að hún liti út „eins og heimilislaus manneskja.“

Hún útskýrði að sjúkdómur hennar hefði krafist sérstakra ráðstafana til að forðast að veikjast, en tengdamóðirin hefði ranghvolft augunum og kallað hana eigingjarna. Tengdamóðirin hefði einnig sagt að brúðkaupið snerist „um parið, ekki um mataræðið.“

Sumir sameiginlegir vinir hennar og brúðurinnar voru sammála um að konan hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun sem hefði komið illa út fyrir brúðhjónin.

Netverjar studdu þó konuna.

„Þú hugsaðir um þínar eigin þarfir,“ sagði einn. „Er það einhvern veginn virðingarvert að borða mat sem gæti skaðað mann líkamlega? LOL. Nei,“ svaraði annar.

Annar sakaði móður brúðgumans um að „reyna að valda vandræðum þar sem engin eru.“

„Ef ég væri brúðurin, myndi ég fylgjast grannt með móður brúðgumans,“ varaði einn við. „Þar sem konan er vinkona brúðarinnar, gæti þetta verið merki um vandræði síðar meir.“

Annar taldi að brúðurin bæri einhverja ábyrgð og sagði: „Já, brúðurin virtist ekki vera of áhyggjufull um að vinkona hennar fengi nóg að borða. Hún fær smá skammarprik frá mér fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð