„Mér finnst svo galin umræða í báðar áttir. Ég tel mig oft vera bara dálítið mikinn miðjumann, hlutlaus, og ég er að fylgjast með það sem mér finnst vera svolítið hart hægri; svona gerist þegar að wókisminn fer alla leið eitthvað. Og ég er bara, ha? Nei, svona gerist bara þegar ógeðslegt fólk skítur fólk. Hin hliðin þá sé ég fólk vera að fagna þessu hinum megin af því að hann er svo vondur. Og ég hugsa að Charlie Kirk er í litlu uppáhaldi hjá mér, aðallega séð hann í gegnum einhver reels og margt sem hann segir sem að mér finnst bara vera galið dæmi. En mér finnst líka galið að finnast ekki loka niðurstaðan á þessu vera viðbjóður,“
segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, um morðið á bandaríska aktívistanum Charlie Kirk.
Emmsjé Gauti, sem er nýjasti gestur í hlaðvarpinu Fullorðins á Brotkast tjáir sig í þættinum meðal annars um þetta mál, en þegar viðtalið var tekið var ekki búið að finna skotmanninn, Tyler James Robinson.
„Mér finnst svo galið að fara strax í þetta er wokið að ráðast á. Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs, en ég myndi aldrei vilja að andstæðingarnir séu drepnir. Ég held þetta sé mjög hættulegt bara fyrir umræðuna yfir höfuð af því mér finnst við vera að tvístrast rosa mikið.“
Segir Emmsjé Gauti að honum hafi misboðið að lesa ummálið, þar sem maður var skotinn fyrir framan fjölskyldu sína og fleiri.
„Þarna finnst mér þú vera að spila út jafn gölnu spili og þér finnst galni andstæðingurinn þinn vera að segja. Við virðumst ekki geta rætt saman lengur, án þess að verða kreisí á því.“