fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. september 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason deildi í gær færslu sem þingmaðurinn Snorri Másson ritaði á X um morðið á bandaríska íhaldsmanninum Charlie Kirk.

Snorri segir í umræddri færslu að miðvikudaginn hafi verið svartur dagur fyrir málfrelsi á Vesturlöndum. Um ólýsanlegt voðaverk sé um að ræða sem feli í sér árás „gegn frelsi okkar allra“. Færslunni lauk þingmaðurinn á orðunum: „Nú er að verjast“.

Egill skrifaði um færsluna:

„Játa að ég skil ekki þessa færslu hjá íslenskum alþingismanni. Við búum á Íslandi þar sem stjórnmál eru allt öðruvísi en í Bandaríkjunum. Við leyfum heldur ekki almenningi að ganga um með byssur. MAGA er okkur framandi hugmyndafræði. Hverju eigum við þá að verjast?“

Líflegar umræður áttu sér stað í athugasemd við færslu fjölmiðlamannsins. Þar taka margir undir með Agli og segja orðræðu Snorra innflutta frá Bandaríkjunum. Eins sé undarlegt að tala um morðið sem árás á málfrelsi í ljósi þess að Kirk hafði sjálfur staðið fyrir ofsóknum gegn kennurum sem þóttu of frjálslyndir.

Aðrir benda á að Snorri hafi sjálfur þurft að fá öryggisvöktun við heimili sitt og að í kjölfar morðsins á Charlie Kirk hafi Íslendingur birt myndband á TikTok og annar skrifað athugasemd á X þar sem lagt var til að Snorri yrði næstur til að falla í valinn. Hann sé því ekki að tala út í tómið þegar hann tali um að nú þurfi að verjast.

Þá vekur athygli að amma Snorra, Helga Kress prófessor emeritus, hnýtti hressilega í barnabarn sitt. Hún skrifar í athugasemd hjá Agli um færslu Snorra:

„Gegnsær populismi, hallærislegt.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helga lætur í sér heyra. Þannig gagnrýndi hún harðlega málþóf stjórnarandstöðunnar, í sumar þar sem Miðflokkurinn og Snorri sjálfur voru fremst í stafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“
Fréttir
Í gær

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Í gær

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“