fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi afstaða er óásættanleg,“ segir Yousef Ingi Tamimi svæfingahjúkrunarfræðingur í aðsendri grein á vef Vísis. Um helgina fóru fram fjöldafundir víða um land til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni til að stöðva þjóðarmorð sem þar á sér stað.

Fjölmörg samtök, þar á meðal stéttarfélög og samtök launafólks, stóðu að fundunum sem voru vel sóttir.

Sjá einnig: Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli

„Eitt stéttarfélag ákvað þó að standa utan við þennan sögulega viðburð. Vissulega hafa stéttarfélög rétt til að ákveða eigin þátttöku. En þegar um er að ræða baráttu gegn þjóðarmorði, þar sem lagaleg og siðferðileg skylda allra er að aðhafast, þá verður þögnin og fjarveran að pólitískri afstöðu. Í stað þess að sýna samstöðu með kúguðu fólki ákvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að gefa út yfirlýsingu sem opinberar bæði vanþekkingu og hugmyndafræði sem sprettur beint úr nýlendustefnu og hinu svokallaða hvíta bjargvættarheilkenni (e. White Savior complex),” segir Yousef sem vísar í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu félagsins, en þar sagði meðal annars:

„Íslenskir hjúkrunarfræðingar starfa á átakasvæðum um allan heim, þar á meðal á Gaza. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun ekki grípa til aðgerða sem geta hugsanlega komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fái aðgang að svæði þar sem þeirra er þörf.“

Óásættanleg afstaða

Í grein sinni á vef Vísis segir Yousef að orðalagið feli fyrst og fremst í sér að félagið setji aðgang og starfsskilyrði íslenskra hjúkrunarfræðinga í forgang fremur en líf og réttindi Palestínumanna.

„Það er dæmigerð birtingarmynd hvíta bjargvættarheilkennisins: að hagsmunir þeirra sem koma utan frá séu settir ofar en ákall kúgaðs fólks um samstöðu og aðgerðir. Þessi afstaða er óásættanleg; nú er fyrsta og brýnasta verkefnið að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum aðgerðum,“ segir hann í grein sinni og heldur áfram:

„Þessi afstaða FÍH er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg. Þegar stéttarfélag sem á að standa vörð um siðferðileg gildi og réttlæti kýs að draga sig til baka og réttlæta það með slíku orðalagi, þá verður það að pólitískri yfirlýsingu um að hagsmunir eigin ímyndar og stöðu séu mikilvægari en líf tugþúsunda barna og fjölskyldna sem upplifa loftárásir, sprengjur og svelti.“

Yousef segir að heilbrigðisstarfsmenn í Palestínu séu sjálfir skotmörk, sjúkrahús séu sprengd og læknar og hjúkrunarfræðingar myrtir í vinnu sinni.

„Það er í lagi að gera ekki neitt“

„Það er kaldhæðnislegt að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísi til eigin starfsemi á átakasvæðum á sama tíma og það neitar að sýna í verki þá grundvallarsamstöðu sem starfsstéttin á að byggja á: að verja líf og mannréttindi,“ segir Yousef sem segir að þessi afstaða sé varhugaverð af mörgum ástæðum.

Í fyrsta lagi sé hún hrokafull gagnvart Palestínufólkinu sjálfu og byggi á fordómum og yfirgengilegum hroka.

„Palestínsk samtök, félagasamtök og borgarasamfélagið hafa ítrekað kallað eftir aðgerðum, sniðgöngu og slitum á stjórnmálasambandi sem helsta friðsamlega leiðin til að knýja Ísrael til ábyrgðar. Þegar við, sérstaklega sem hvítir Vesturlandabúar, þykjumst vita betur en fólkið sem býr við kúgunina sjálfa, þá erum við ekki að sýna samstöðu heldur yfirgang og nýlenduhroka. Það er ekki okkar hlutverk að endurskilgreina baráttu kúgaðs fólks; það er okkar skylda að hlusta og styðja.“

Yousef segir að í öðru lagi normaliseri það glæpi gegn mannkyninu.

„Með því að hafna þátttöku í aðgerðum gegn þjóðarmorði sendir félagið þau skilaboð að slíkar aðstæður séu bara „önnur hlið á deilu“, í stað þess að viðurkenna þá raun sem alþjóðalög og helstu sérfræðingar í þjóðarmorðum hafa sagt: Þetta er þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir, arðrán, landrán.“

Hann segir svo að í þriðja lagi endurskapi það „nýlenduhugsunina“ og í fjórða lagi grafi þetta undan alþjóðlegri samstöðu.

„Þegar eitt stéttarfélag tekur þessa stöðu veikist samstaðan sem 180 önnur félög stóðu vörð um. Þannig er hrópað inn í raðir þeirra sem enn eru hikandi: „Það er í lagi að gera ekki neitt.“ Og það er nákvæmlega sú afstaða sem Ísrael og bandamenn þess byggja á, að heimurinn muni líta undan á meðan þjóðarmorð á sér stað.“

Yousef segir að sagan hafi kennt okkur að þögn og hlutleysi í aðstæðum þjóðarmorðs sé aldrei hlutlaus afstaða.

„Hún er meðvirkni. Hún er samsekt. Í dag verðum við að spyrja: vilja íslenskir hjúkrunarfræðingar í alvöru standa þeim megin sögunnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“