fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. september 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti vinningur í 38 ára sögu Happaþrennunnar – 10 milljónir króna – gekk nýverið út. Vinningurinn kom á Happagullsmiða sem kostar 1.000 krónur og því má segja að vinningshafinn hafi 10 þúsund faldað peninginn sinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands.

„Það er alltaf ánægjulegt þegar stór vinningur gengur út en sérstaklega ánægjulegt þegar um sögulegan vinning er að ræða,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir, markaðsstjóri og rekstrarstjóri happdrætta hjá Happdrætti Háskóla Íslands, í tilkynningunni.

„Happaþrennan hefur átt fastan sess í hjörtum Íslendinga allt frá því hún kom fyrst á markað árið 1987. Happagullið er nýjasti miðinn sem er í boði og nú hefur í fyrsta skipti 10 milljón króna vinningur gengið út – en sannarlega ekki í það síðasta,“ segir hún.

Vinningsmiðinn var keyptur í sjálfsala sem staðsettur er í Hagkaup í Skeifunni. Vinningshafinn leysti vinninginn út í smáforritinu Happinu og því liðu ekki nema nokkrar mínútur frá því vinningshafinn kláraði að skafa miðann þar til 10 skattfrjálsar milljónir voru komnar inn á bankareikninginn hans.

„Happdrætti Háskóla Íslands óskar hinum nýja milljónamæringi innilega til hamingju með að vera kominn í hóp fjölmargra Íslendinga sem hafa hlotið vinning í Happaþrennunni í gegnum tíðina,” segir í tilkynningunni og því bætt við að lokum að ný sending af Happagulli komi í verslanir á næstu dögum. Þar verði að finna einn tíu milljóna króna vinningsmiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila