fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Fordæma að Snorri hafi orðið fyrir hótunum – „Slíkt athæfi á sér engan rétt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. september 2025 13:03

Skjáskot úr Kastljósi á mánudagskvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samtakanna ’78 fordæmir afdráttarlaust allar hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga sem geta leitt til hættu eða árása á einstaklinga.

Samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings um hótanir í garð þingmannsins Snorra Mássonar og fjölskyldu hans.

Greint var frá því í morgun að lögregla hefði vaktað heimili Snorra í nótt eftir að honum bárust hótanir á samfélagsmiðlum. Þá voru birtar upplýsingar um heimilisfang hans.

„Slíkt athæfi á sér engan rétt í lýðræðissamfélagi og gengur þvert gegn gildum mannréttinda, jafnréttis og friðsamlegrar umræðu sem við stöndum fyrir,“ segir í tilkynningunni.

„Við vitum að umræða um trans fólk og réttindi hinsegin samfélagsins getur verið átakamikil. Það réttlætir aldrei að fólk sé sett í hættu eða beitt ofbeldi. Við höfum trú á því að breytingar náist með samstöðu, fræðslu og friðsamlegri baráttu fyrir réttlæti,“ segir enn fremur.

Samtökin hvetja öll þau sem vilja standa með hinsegin fólki til að taka þátt í þeirri baráttu með friðsömum hætti, án haturs og án ofbeldis.

„Það er með kærleika, samstöðu og seiglu sem við vinnum okkar stærstu sigra. Þeim sem eiga um sárt að binda er bent á ráðgjafarþjónustu Samtakanna. Einnig minnum við á næstu gagnræðunámskeið sem fram fara þriðjudaginn 16. september og mánudaginn 6. október.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila