fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. september 2025 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play gerir athugasemdir við viðtal Bítisins á Bylgjunni í morgun við Jón Þór Þorvaldsson, formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). DV gerði frétt upp úr viðtalinu nú fyrir hádegi. Í því spáir Jón Þór gjaldþroti Play, en Play svarar því til að Jón Þór sem er starfsmaður samkeppnisaðila félagsins, Icelandair, hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play.

Í yfirlýsingu Play til DV segir: 

 „Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. 

Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svaravert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: 

 „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.” 

Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun.

Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: 

Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess.  Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að   fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið
Fréttir
Í gær

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa
Fréttir
Í gær

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”