fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 03:11

Olíuhreinsistöð í Rostov brennur. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland hefur þörf fyrir tekjur af olíu- og bensínsölu til að geta fjármagnað stríðsreksturinn í Úkraínu. En Rússar standa frammi fyrir þeim vanda að olíuframleiðendurnir eiga í erfiðleikum með að takast á við refsiaðgerðir Vesturlanda, árásir Úkraínumanna á olíuhreinsistöðvar og þeirra eigið getuleysi við að nútímavæða olíuhreinsistöðvarnar.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir í stöðuuppfærslu um gang stríðsins í Úkraínu að vegna stöðunnar standi rússneski ríkissjóðurinn frammi fyrir mikilli ógn og það sama eigi við um orkubirgðir landsins.

ISW segir að staðan gangi þvert gegn því sem Rússar haldi fram: að landið geti staðist efnahagsþvinganir Vesturlanda og geti fjármagnað stríðsreksturinn til langs tíma.

ISW byggir niðurstöðu sína á grein rússneska miðilsins Kommersant þar sem fram kemur að Rússland „sé á barmi bensínkrísu“ og að heildsöluverð á bensíni sé í sögulegu hámarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi