fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kemur fram að verslunin Prís hafi alla tíð síðan hún opnaði þann 17. ágúst á síðasta ári verið með lægsta matvöruverðið í könnunum eftirlitsins.

Í tilkynningunni segir að verslunin hafi verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlitsins frá fyrsta degi og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur sé Prís um 6 prósent ódýrari en Bónus og Krónan að meðaltali og 10 prósent ódýrari en Nettó.

Segir enn fremur að verðmunur á einstökum vörum geti verið allt að 22-28 prósent milli verslananna.

Verðmunur milli Prís og Krónunnar geti orðið allt að 58 prósent á einstökum vörum.

Um opnun Prís fyrir ári segir í tilkynningunni að þá hafi verið mörg dæmi um verðbreytingar hjá helstu samkeppnisaðilum strax á fyrstu dögum. Þó hafi lítið breyst í stóru myndinni undanfarna mánuði en opnun Prís hafi hins vegar haft ein eftirtektarverð áhrif. Í Krónunni hafi lækkað verð á þeim vörum sem ekki fundust í Bónus þegar Prís mætti til leiks. Þessar breytingar séu vísbending um að annað hvort hafi Krónan haft aðeins hærri verð á þeim vörum sem Krónan og Bónus voru ekki í samkeppni um, eða þá að Krónan hafi frekar treyst sér til að keppa við Prís en við Bónus í ágúst í fyrra.

Verðlag í sumar

Að lokum er í tilkynninguni gerð grein fyrir þróun verðlags nú í sumar. Verðlag á matvöru hafi hækkað um 0,1 prósent milli júní og júlí og verðathuganir fyrri part ágúst bendi til þess að verðlag á dagvöru hafi að mestu staðið í stað milli júlí og ágúst. Sé um nokkurn viðsnúning að ræða frá tímabilinu febrúar til júní þegar meðalhækkunin nam 0,6 prósent.

Verðlag í dagvöru hafi hins vegar hækkað um 0,3 prósent milli júní og júlí ef aðeins séu skoðaðar matar- og drykkjarvörur. Sérstaklega er tekið fram að vörur frá Nóa Síríus hafi haldið áfram að hækka:

„Til dæmis hækkaði 240gr poki af Nóa kroppi um 13% í Bónus milli júní og júlí. Nóa súkkulaðiperlur hækkuðu um 17% í Hagkaup, hvítir og konsúm súkkulaðidropar hækkuðu um 12% í Krónunni og um 13% í Nettó og svo mætti lengi telja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB