fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur sent formlegt erindi á stjórnendur stærstu olíufélaga landsins þar sem krafist er skýringa á því hvers vegna bensínverð hefur aðeins lækkað um 2,5% á sama tíma og krónan hefur styrkst gagnvart bensínverði á heimsmarkaði um tæp 14%.

Vilhjálmur skrifar á Facebook-síðu sína:

„Ég, sem formaður Starfsgreinasambands Íslands, hef í dag sent erindi á forstjóra/framkvæmdastjóra og stjórnir stærstu olíufélaga landsins.

Í erindinu óska ég eftir skriflegum skýringum á því hvernig það getur staðist að þegar krónan styrkist gagnvart bensíni á heimsmarkaði um tæp 14% lækkar bensínverð til íslenskra neytenda aðeins um 2,5% – en þegar krónan veikist, skilar hækkunin sér nær undantekningarlaust strax út í smásöluverðið.

Jafnframt óska ég eftir útskýringum á því hvers vegna verðbreytingar Atlantsolíu, N1, Orkunnar og ÓB fylgjast að bæði í tímasetningu og umfangi, líkt og ASÍ hefur bent á.

Neytendur eiga rétt á skýrum svörum. Það er ekki ásættanlegt að slík verðmyndun og samræmdar hækkanir eigi sér stað án þess að gefnar séu málefnalegar útskýringar.“

Segja samanburðinn villandi

Fyrr í dag sendi N1 frá sér fréttatilkynningu þar sem sambærilegum fullyrðingum ASÍ um bensínverð var andmælt. Er þar bent á að eldsneytisverð ráðist af fleiri þáttum en heimsmarkaðsverði og gengi, t.d. ráði opinber gjöld og innkaupaverð á birgðum miklu um verðið. Villandi sé að bera prósentulækkun heimsmarkaðsverð beint saman við bensínverð hérlendis.

N1 segist hafa verið leiðandi í lækkunum á eldsneytisverði en tilkynningin er eftirfarandi:

„N1 leggur áherslu á að halda verði á eldsneyti samkeppnishæfu og tryggja þjónustu um allt land. Allt þetta ár hefur N1 leitt lækkanir á lítraverði á útsölustöðum félagsins þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað. ASÍ miðar sína útreikninga við lítraverð eins og það var 1. ágúst síðastliðinn, en síðan hefur N1 lækkað verð á dælum sínum tvisvar sinnum. Myndin sem ASÍ teiknar upp er því í besta falli villandi.

Þá verður að hafa í huga þau margsögðu sannindi að eldsneytisverð ræðst af fleiri þáttum en heimsmarkaðsverði og gengi, svo sem innkaupaverði á birgðum, flutnings- og dreifingarkostnaði og háum opinberum gjöldum. Af hverjum seldum lítra renna 55% til hins opinbera í formi kolefnisgjalds, olíugjalds og virðisaukaskatts.

Þessi staðreynd felur í sér að villandi er að bera saman prósentulækkun heimsmarkaðsverðs beint saman við dæluverð. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti er aðeins hluti af endanlegu verði á dælu. Meirihluti verðsins er fastur rekstrarkostnaður og föst opinber gjöld sem breytast ekki með heimsmarkaðsverði. Því skilar 8 króna lækkun á heimsmarkaðsverði (t.d. úr 80 krónum í 72 krónur, sem er 10%) sér sem 8 króna lækkun á dæluverði (t.d. úr 320 krónum í 312 krónur), sem jafngildir aðeins 2,5%.

Sömuleiðis er mikilvægt að hafa í huga að afar fáir viðskiptavinir N1 greiða svonefnt listaverð. Þannig fá allir korthafar N1 fastan afslátt og svo enn lægra verð með því að nota „Stöðin mín“ í appinu, sem tryggir lægsta verð á þeirri stöð sem hentar viðskiptavinum um allt land. Öllum býðst að dæla á völdum stöðvum sem bjóða öllum lægsta verð. Það verð sem flestir viðskiptavinir greiða er því undir viðmiðunarverði ASÍ.

N1 hafnar því alfarið að verðlagning sé samræmd með öðrum félögum og leggur áherslu á að virkur samkeppnismarkaður sé neytendum til hagsbóta. Slíkar dylgjur af hálfu ASÍ eru í senn fráleitar og alvarleg ásökun um lögbrot. N1 rekur yfir 100 þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvar um land allt og fjárfestir árlega í innviðum sem tryggja jafnt framboð í dreifbýli og þéttbýli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Í gær

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi