fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. ágúst 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vænti þess að þjóðgarður­inn á Þing­völl­um láti þegar í stað til sín taka og bæti úr. Slysa­gildr­um verður að fækka hvar á land­inu sem er,“ segir Guðjón Jensson, rithöfundur, leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Guðjón skrifar þar um slysagildrur á landinu og þá einkum með tilliti til ferðamannastaða. Sjálfur er Guðjón reyndur leiðsögumaður en hann varð fyrir því óláni að slasast illa á dögunum þegar hann var með hóp ferðamanna á Þingvöllum.

„Ekki veit ég hversu mörg hundruð ef ekki þúsund sinn­um ég hef komið á Þing­völl. Þangað fór ég fyrst í fylgd for­eldra minna fyr­ir um 70 árum. Vorið 1992 út­skrifaðist ég sem leiðsögumaður og geri mér ekki grein fyr­ir hversu oft ég hef komið þangað, oft tugi skipta síðustu sumr­in með ferðahópa,“ segir hann.

Fékk aðstoð frá tveimur ferðamönnum

Slysið varð að morgni 1. ágúst síðastliðins þegar hann gekk með hóp ferðamanna á Hakið en þaðan er mjög fallegt útsýni yfir þjóðgarðinn.

Guðjón bendir á að um síðustu aldamót hafi aðstöðunni verið gjörbreytt til að greiða götu ferðafólks. Göngustígur hafi verið byggður, útsýnispallur og handrið sett til að koma í veg fyrir að fólk hætti sér of nærri brún Almannagjár.

„En hinum meg­in palls­ins hef­ur frá­gang­ur­inn verið lát­inn mæta af­gangi. Rétt norðan við gömlu hringsjána var öll aðstaða gerð þrengri. Hvort þörf­in á bygg­ing­ar­efni var van­met­in eða ein­hver stal af smíðaviðnum er ekki gott að segja en víða í sam­fé­lag­inu er því miður til fólk sem er býsna hirðusamt um annarra manna eig­ur. Þar sem pall­ur­inn þreng­ist hef ég oft tekið mér stöðu enda hef ég nokkr­um sinn­um orðið vitni að því að ferðafólki hafi yf­ir­sést þessi hætta og orðið fóta­skort­ur,“ segir hann.

Hann rifjar svo upp að þennan morgun hafi komið askvaðandi ungur maður út úr mannþvögunni og tekið stefnuna á hann.

„Hvort hann hafi verið að laum­ast í vasa ein­hvers eða ein­fald­lega hraða för sinni skal ósagt látið. Það er alltaf til fólk sem sér ástæðu til að hraða sér allt í einu. Eðlisviðbrögð mín voru þau að víkja skref aft­ur á bak, sem olli því að bakið skell­ur á hvassa hraunnibbu þar sem breiðari göngu­stíg­ur­inn end­ar. Hjálp­ar­laust komst ég ekki á fæt­ur en naut aðstoðar tveggja ferðamanna,“ segir Guðjón í grein sinni.

Brotinn og vökvi í brjóstholinu

Hann segist hafa fundið mikið til en reynt að harka af sér og tókst honum að ljúka ferðinni eftir að hafa komið við á Geysi og Gullfossi.

„Næstu næt­ur voru svefn­litl­ar vegna kvala og mik­illa þján­inga þrátt fyr­ir neyslu verkjalyfja. Mánu­dags­morg­un­inn 4. ág­úst læt ég aka mér á bráðamót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi þar sem hugað var að sár­um mín­um. Eft­ir rönt­gen- og tölvusneiðmynda­töku kem­ur í ljós að þrjú rif­bein reynd­ust brot­in auk þess sem vökvi hafði safn­ast fyr­ir í brjóst­hol­inu,“ segir Guðjón sem var útskrifaður eftir tíu tíma dvöl á Landspítalanum.

Hann segir að það verði að teljast saga til næsta bæjar að þaulkunnugur leiðsögumaður verði fyrir byltu eins og hann í þessu tilfelli.

„Slys­in gera aldrei boð á und­an sér. Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða eins og sjá má á þess­ari ljós­mynd sem ég tók á sím­ann minn skömmu eft­ir bylt­una,“ segir hann og hvetur og væntir þess að þjóðgarðurinn á Þingvöllum láti til sín taka og bæti úr.

„Slysa­gildr­um verður að fækka hvar á land­inu sem er. Því miður höf­um við Íslend­ing­ar oft sofið á verðinum og það verður að telj­ast mjög miður og okk­ur til mik­ils vansa. Ferðafólk sem hingað kem­ur á að fara héðan með góðar minn­ing­ar um fal­legt land,“ segir hann og tekur fram að hann muni ekki gera neinar kröfur á hendur þjóðgarðinum þó atvikið hafi kostað hann töluverðar þjáningar.

„En mér þykir til­hlýðilegt að gera þær ófrá­víkj­an­legu kröf­ur að þegar í stað verði gerðar úr­bæt­ur inn­an til­skil­inna tíma­marka á viðeig­andi hátt þar sem ýtr­ustu kröf­um um ör­yggi sé fylgt í einu og öllu. Með því myndi þjóðgarður­inn sýna öll­um öðrum ferðaaðilum á Íslandi mjög gott for­dæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar