fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Eyjan
Laugardaginn 9. ágúst 2025 15:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra dvelur nú á eftirlætis dvalarstað Íslendinga Tenerife. Fyrr í dag sendi hún beint út frá eyjunni í suðri á Facebook-síðu sinni. Ítrekaði Inga að þótt hún væri þarna stödd tæki hún sér ekki frí frá vinnunni og nýtti tækifærið til að leiðrétta ýmsar fullyrðingar sem hún segist hafa orðið vör við þegar kemur að komandi kjarabótum fyrir öryrkja sem hún segir að verði ríflegar og muni verða að veruleika í næsta mánuði.

Inga segir ráðherra ríkisstjórnarinnar raunar alltaf vera í vinnunni sama hvar þeir séu. Hún beinir því næst orðum sínum að þeim sem halda því fram að ekkert sé að marka orð í stjórnarsáttmálanum um kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum:

„Það er náttúrulega bara bull og vitleysa. Ég er ekki ein löggjafinn. Ég er ekki sú sem er ein með fjárveitingarvaldið. Það er Alþingi Íslendinga eins og það leggur sig. Þannig að öll þau mál sem ég kem með inn á Alþingi Íslendinga fara í atkvæðagreiðslu. Þannig að við skulum vona það að stjórnarandstaðan sé búin að taka lyf við þessum tafaleikjum sínum þannig að hún komi vaskari inn í haust. Þannig að málin okkar nái rauverulega fram að ganga.“

Munu hækka

Inga ítrekaði hins vegar að þrátt fyrir að mörg mál ríkisstjórnarinnar hafi ekki komist í gegn á síðasta þingi vegna þeirra tafa sem urðu á þingstörfum, vegna deilna um hækkun veiðigjalds, sé það frágengið að laun öryrkja muni batna í næsta mánuði:

„Ég get alveg sagt ykkur það að 1. september þá munu laun öryrkja hækka.“

Hún segir fullyrðingar að um smávægilegar upphæðir sé að ræða einfaldlega rangar:

„Þeir sem eru með lægstu launin í almannatryggingarkerfinu þeir fá tugi þúsunda í hækkun þann 1. september. Það liggur algerlega fyrir.“

Inga segir enn fremur að unnið sé að viðbrögðum við áhyggjum af því að húsnæðisstuðningur til öryrkja lækki samhliða áðurnefndri hækkun:

„Það mun ekki verða látið gerast á minni vakt.“

Inga biður að lokum um traust til ríkisstjórnarinnar til að vinna þau verk sem vænst hafi verið af henni enda sé hún traustsins verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020