fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Eyjan
Laugardaginn 9. ágúst 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrumleiki og elliglöp eru meðal fjölmargra yrkisefna Hávamála:

Óminnishegri heitir
sá er yfir öldrum þrumir.
Hann stelur geði guma.

Gleymska hrellir aldraða og stelur persónuleika þeirra. Þetta vita allir sem hafa umgengist gamalt fólk með minnistruflanir. En fleiri hliðar eru á minnisleysi en óminnishegrinn.

Gerpla Halldórs Laxness fjallar um skáldið Þormóð Bessason Kolbrúnarskáld og ódauðlegt kvæði hans um Ólaf digra Noregskonung. Þormóður þvælist víða til að ná fundi konungs og flytja honum kvæðið en áttar sig smám saman á smæð og karakterleysi konungs. Í bókarlok biður Ólafur skáldið loks að flytja sér kvæðið en þá segist Þormóður vera búinn að gleyma því og haltrar á braut. Geðlæknar kalla þetta valkvætt minni. Hann gleymir því sem hann vill gleyma.

Fyrir löngu síðan hélt ég fyrirlestur um kannabisefni á fundi læknanema. Ég taldi efnunum allt til framdráttar og sagði eðlilegt að allir væru alltaf freðnir. Mörgum árum síðar þegar ég var orðinn yfirlæknir í meðferðarkerfinu rifjaði einhver upp þessi ummæli. Ég þóttist ekki kannast við neitt og sagðist löngu búinn að gleyma þessu hjali. Þetta var líka valkvætt minnisleysi því að auðvitað mundi ég vel eftir þessum lofsöng.

Mér datt þetta í hug á dögunum þegar Guðlaugur Þór fyrrum utanríkisráðherra var búinn að gleyma skýrslu sem hann lét sjálfur gera fyrir örfáum árum. Hann skrifaði meira að segja formála með fallegri tilvitnun í Davíð frá Fagraskógi. Þrátt fyrir undirskrift og formála var þetta þurrkað út úr minni ráðherrans enda hentaði það ágætlega í pólitískri umræðu dagsins.

Læknar sem komnir eru á ákveðinn aldur verða að fara á minnismóttöku á hverju ári til að endurnýja starfsleyfið. Sennilega væri rétt að taka upp svipað kerfi á Alþingi. Þingmenn með meira en 10 ára þingsetu yrðu að ganga undir minnispróf fyrir hverjar kosningar til að sanna að þeir muni eftir skýrslum sem þeir sjálfir undirrituðu eða ummælum sem þeir létu nýlega falla. Vonandi þjáist Guðlaugur af valkvæðu pólitísku minnisleysi sem hefur ekkert með óminnishegrann í Hávamálum að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
EyjanFastir pennar
23.08.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
EyjanFastir pennar
22.08.2025

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir