Síló féll niður og lenti á Range Rover Sport og stórskemmdist bíllinn.
Síló féll niður og lenti á Range Rover Sport og stórskemmdist bíllinn.
„Það var verið að dæla hveiti þegar tankurinn lagðist á hliðina,“ útskýrir Kristján Theodórsson í samtali við blaðmann en eins og sjá má skemmdist bifreiðinni allverulega.
Að sögn Kristjáns er ökumaðurinn enn á staðnum, en óhappið átti sér stað um klukkan fjögur síðdegis.
Um er að ræða alvanalegt verkferli og er ekki vitað nákvæmlega hvernig slysið atvikaðist að sögn Kristjáns. Þó er vitað að það var verið að reisa sílóinn við þegar hann féll niður á bifreiðina.
Auk glæsibifreiðarinnar þá skemmdist einnig fólksbíll sem lagt var við hliðina á Range Rovernum.
Kristján var enn á vettvangi þegar DV ræddi við hann og var verið að vinna í málinu að hans sögn.