fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er greint frá því að ríkissjóður hafi gengið frá sölu á húseign að Laugavegi 114 í Reykjavík. Um er að ræða fimm hæða hús með kjallara, samtals tæplega 2.300 fermetrar. Kaupverðið er 954 milljónir króna.

Þarna var lengi til húsa starfsemi Tryggingarstofnunar ríkisins, TR, sem flutti starfsemi sína í Hlíðasmára 11 í Kópavogi árið 2019. Kaupandinn er Art Zone ehf., sem er í eigu fjárfestisins Gabríels Þórs Bjarnasonar, sem fæddur er árið 1989. Hann segist í viðtali við Viðskiptablaðið ráðgera að breyta húsnæðinu og gera það upp. Segist hann vera með hugmynd um að húsið verði kjarni fyrir listir og aðra skapandi starfsemi.

Keypti JL-húsið í fyrra

Gabríel Þór er stórtækur fjárfestir í fasteignum en félag í eigu hans, H121, eignaðist JL-húsið í heild sinni vorið 2024, fyrir einn og hálfan milljarð króna. Frá þessu var greint í fyrrahaust í fréttaskýringaþættinum „Þetta helst“ á RÚV. Margir eigendur hafa verið að húsinu á undanförnum árum en með þessum kaupum komst allt JL-húsið í eigu eins aðila. Keypti Gabríel Þór hluti Íslandsbanka, hlut Skúla í Subway (Skúli Gunnar Sigfússon) og hlut Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Í JL-húsinu hefur verið starfrækt móttaka hælisleitenda á vegum Vinnumálastofnunar og hefur sú starfsemi vakið deilur. Skúli í Subway fékk samþykkta lögbannsbeiðni hjá sýslumanni þess efnis að húsið yrði ekki nýtt sem heimili fyrir flóttafólk. Í samningum um kaup H121 á húsinu var lögbannið hins vegar fellt úr gildi. Ekki liggur fyrir hvernig það var nákvæmlega útfært.

Í byrjun apríl greindi RÚV síðan frá því að móttaka hælisleitenda í JL-húsinu sé komin til að vera. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, upplýsti þá að búið væri að ganga frá öllum leyfismálum svo hýsa megi hælisleitendur í húsinu. Sagðist Unnur vonast til að friður ríki um starfsemina og trúa að auðvelt sé að búa í sátt og samlyndi við þær konur og börn sem þar dvelji. Voru þá um 70 hælisleitendur í húsinu, konur og börn, flest frá Venesúela og Úkraínu.

Í fréttinni kemur fram að á milli 200 til 250 hælisleitendur muni dveljast í húsinu að hámarki.

Hús við Óðinsgötu í niðurníðslu

Fasteignaviðskipti Gabríels Þórs við Óðinsgötu í Reykjavík hafa einnig verið í fréttum. Félag í eigu hans, Erkiengill, keypti í ágústmánuði árið 2021 húseign nr. 14a og 14b (hús og bakhýsi) við Óðinsgötu. Húsin voru í mikilli niðurníðslu og höfðu verið umsjónarlaus síðan árið 2018. Hafa þau verið mikll þyrnir í augum nágranna við götuna vegna óræktar og slæmrar umgengni hústökufólks. Samkvæmt RÚV lagaðist ástandið ekki eftir kaup Erkiengils ehf. og sætti fyrirtækið 100 þúsund króna dagsektum frá Reykjavíkurborg vegna þess.

DV greindi í maí 2025 frá áformum Gabríels Þórs um breytingar á húsunum við Óðinsgötu. Snúast þær um að stækka húsin og fjölga íbúðum í þeim úr tveimur í 12. „Eftir breytingar verða þannig 5 íbúðir í bakhúsi og 7 í framhúsi. Gert er ráð fyrir að grafa frá íbúðum í kjallara bakhúss, setja svalir fyrir íbúðir á 2. hæð og reisa viðbyggingu með þaksvölum fyrir íbúð á 3. hæð. Einnig verða settar svalir á íbúðir framhúss, byggð viðbygging í kjallara þess fyrir hjólageymslu ásamt kvistum á þakhæð. Einnig er ráðgert að reisa hjólageymslu á lóð,“ segir í erindi Erkiengils til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.

Skipulagsfulltrúi samþykkti ekki beiðni um að sameina lóðirnar en benti á að hægt væri að þinglýsa kvöð um samnýtingu lóðanna. Minjastofnun þarf að samþykkja breytingar á gömlum húsum (en húsin er um aldar gömul) og gerði athugasemdir sem lúta að miklum breytingum á lóðinni. Í áðurnefndri frétt DV segir um þetta:

„Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við breytingu á framhúsinu, Óðinsgötu 14a, en óskar eftir sérteikningum til samþykktar hvað varðar útfærslu og frágang kvista og glugga áður en framkvæmdir hefjist.  Minjastofnun gerir einnig athugasemd hvað varðar umgang frágraftrar frá kjallarahlið bakhússins og fellst skipulagsfulltrúi á þau sjónarmið. Skipulagsfulltrúi fellst ekki á séríbúðir í kjallara bakhúss sökum ófullnægjandi birtuskilyrða. Að beiðni Minjastofnunar skal fenginn fornleifafræðingur til að hafa eftirlit með minjum sem kunni að koma í ljós við framkvæmdir.“

Ekki náðist samband við Gabríel Þór við vinnslu fréttarinnar en DV vildi helst spyrja hann um áform varðandi framtíðarnýtingu á JL-húsinu og stöðuna á áformum um breytingar á húsunum við Óðinsgötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Í gær

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Í gær

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket