fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 12:30

Frá setningu Þjóðhátíðar árið 2019. Mynd: Óskar Friðriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð í Eyjum hefur gengið vonum framar, að sögn Ellerts Schevings, framkvæmdastjóra ÍBV. „Því ber að þakka sjálfsboðaliðum félagsins, þeir hafa unnið þrekvirki í Herjólfsdal eins og öll önnur ár,“ segir Ellert í spjalli við DV.

Veðurspáin fyrir helgina gæti verið betri, eins og fram hefur komið, en djúp lægð fer yfir landið á morgun, fimmtudag. Dregið hefur þó út vindi í veðurspám en mesti vindurinn verður á laugardag. Jafnframt er spáð nokkurri rigningu. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af veðrinu segir Ellert:

„Nei, ekki teljandi. Hér er auðvitað alltaf allra veðra von en það verður gott partý svo við erum ekki að pæla allt of mikið í því. Við erum vel undirbúin undir hvað sem er. Þannig að veðrið kemur bara ef það kemur. Mér sýnist nú spáin bara vera að skána. Við erum með marga menn með sérþekkingu, skipstjóra og þess háttar, sem segja okkur að veðrið verður bara mjög skaplegt.“

Þjóðhátíð verður sett á morgun, föstudag, kl. 14:30, en gestir byrja að streyma til Eyja í dag. Dagskrána má sjá hér. Utan eiginlegrar dagskrár er síðan leikur ÍBV gegn KR á Hásteinsvelli á laugardag kl. 14 í Bestu deildinni. Ellert hvetur alla til að mæta á þann leik og lofar því að fleiri verði á honum en á leik KR gegn Breiðablik um síðustu helgi, þegar yfir 3.000 mættu á vígsleik nýs gervigrasvallar í Vesturbænum. „Það er mikil spenna fyrir því,“ segir Ellert.

Eins og sjá má á dagskránni treður fjöldi landsþekktra tónlistarmanna upp í Eyjum um helgina en Brekkusöngnum sem hefst kl. 23 á sunnudagskvöld stýrir Magnús Kjartan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“