fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 16:43

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir vara við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri og vara við því að fólk gangist undir slíkar meðferðir hjá aðilum sem ekki hafa fengið starfsleyfi frá embætti landlæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu en tilefni hennar eru tilkynningar um alvarlegar bótúlíneitranir eftir aðgerðir á snyrtistofum í Bretlandi síðustu þrjá mánuði.

Bótúlíneitur, gjarnan kallað bótox, er mikið notað í fegrunarmeðferðum en einnig við margvíslegum öðrum heilsuvandamálum. Nýlega var tilkynning um alvarlegar eitranir af bótúlínum- lyfjavöru send í gegnum EWRS-tilkynningarkerfi Evrópusambandsins sem miðlar upplýsingum um heilsufarsógnir milli aðildarríkja og samstarfsaðila.

Tæplega 40 tilvik eitrana hafa verið staðfest í Bretlandi en þá var um að ræða fegrunarmeðferð þar sem bótúlíneitri var sprautað. Helstu eitrunareinkenni voru óskýrt tal og erfiðleikar við kyngingu og/eða öndun. Voru 22 einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús vegna eitrana, þar af enduðu sjö á gjörgæslu. Landlæknir tekur fram að þó að eitranir séu óalgengar þá geti þær verið lífshættulegar.

Landlæknir hefur upplýst Landspítala og aðra viðbragðsaðila í heilbrigðisþjónustunni um málið og eru þeir sem hafa farið í fegrunarmeðferðir undanfarnar vikur þar sem bótúlínum-lyfjavara var notuð af einstaklingi sem ekki hefur starfsleyfi geta haft samband við síma 1700 fyrir ráðgjöf.

Embættið biðlar til þeirra sem íhuga að fara í svona meðferð að ganga úr skugga um að meðferðaraðilinn sé með gilt starfsleyfi landlæknis en hægt er að athuga starfsleyfi í starfsleyfaskrá embættis landlæknis. Aðeins þeir sem koma fram í skránni eru með leyfi. Bótúlíneitur er virkt efni í viðurkenndum lyfjum sem eru löglega á markaði hér á landi og notuð sem slík í lögmætum hætti.

Landlæknir hefur ekki fengið tilkynningu um eitranir hér á landi en það getur tekið allt að fjórar vikur fyrir einkenni að koma fram. Í tilkynningu segir:

„Embætti landlæknis hefur enn sem komið er ekki fengið upplýsingar um bótúlíneitranir hér á landi, en það getur tekið allt að 4 vikur fyrir einkenni að koma fram. Hins vegar hefur embættið upplýsingar um að vörur sem innihalda bótúlíneitur séu fluttar ólöglega til Íslands og notaðar hér á landi. Eðli málsins samkvæmt getur embættið ekki sagt til um hvort um sé að ræða sömu vöru hérlendis og í Bretlandi. Embættið hefur upplýst lögreglu um mál sem varða notkun ólöglegra lyfja af þessum toga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“