fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Skemmtiferðaskip skildu logandi hrædda farþega eftir í landi – Flóðbylgjan á leiðinni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 17:30

Farþegar greindu frá málinu á samfélagsmiðlum. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að skemmtiferðaskip hafa farið strax af stað þegar óttast var um flóðbylgju vegna jarðskjálftans mikla við Rússland. Farþegar voru skildir eftir í höfn, logandi hræddir.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Jarðskjálftinn var 8,8 á Richter-kvarða, austan við Kamtjakaskaga í Rússlandi í morgun. Gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir víða við strendur Kyrrahafs, svo sem í Japan, Kólumbíu, á vesturströnd Bandaríkjanna og á Hawaii eyjaklasanum.

Þar var einmitt þar sem skemmtiferðaskip fór af stað og skildi breska ferðamenn eftir í höfn. Margir þeirra fóru strax á samfélagsmiðla og lýstu yfir hneykslan sinni.

„Flóðbylgja nálgast Hawaii og skemmtiferðaskipið er að fara án fólks. Algjörlega klikkað,“ sagði einn þeirra. En búist var við öldum allt að þriggja metra háum á eyjunum.

„Við komumst út á höfn en skipið er að fara,“ sagði ein kona. „Skipið er að fara og við ætlum að reyna að komast ofar í landið. Fólk er í uppnámi og ég er ekki að gera lítið úr þessu ástandi. Ég er að segja að þetta er brjálað, ringulreið, enginn veit hvað er að gerast, rútubílstjórinn vissi ekkert hvað var að gerast.“

Dæmi var um að sumir fjölskyldumeðlimir væru komnir um borð en aðrir hefðu verið skildir eftir í landi. En skipið sigldi að öruggara hafsvæði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“