fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 11:58

Hraunjaðarinn getur verið mjög hættulegur. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk við því að hraunjaðarinn við eldgosið á Reykjanesi geti brotist skyndilega fram. Hraunbreiðan er nú skilgreind sem áhættusvæði og afmarkað er 25 metra svæði frá jaðrinum.

„Hætta er á því við hraunjaðarinn að þunnfljótandi hraun brjótist skyndilega fram og hraunjaðarinn sjálfur jafnvel hrunið. Veðurstofan mælir með því að öll nýja hraunbreiðan verði skilgreind sem áhættusvæði og afmörkuð,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lögreglustjóri hefur ákveðið að 25 metrum frá hraunjaðrinum sunnanverðum verði afmarkað, þar sem jeppaslóðin endar. Almenningur er beðinn að ganga ekki lengur til vesturs en 100 metra frá endastöð vegslóðar. Svæðið sé vel afmarkað. Austan megin við hraunbreiðuna, við Fagradal, er afmörkunarsvæðið nokkrir metrar.

„Búið er að koma fyrir skiltum á svæðinu og eru skilaboðin skýr; ekki ganga á hrauninu. Útsýnisstaðurinn austan við hraunið hentar vel þeim sem vilja sjá gosið betur. Við biðjum almenning um að virða afmörkunarsvæðið og liðsinna okkar í að höfða til ferðamanna sem ætla sér út á hraunið. Þetta er sameiginlegt verkefni viðbragðsaðila og almennings,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“