fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 10:04

Bergljót vill að íbúar Hamraborgar fái fund um báðar framkvæmdirnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom íbúum í Hamraborg í opna skjöldu þegar gröfur bæjarins voru mættar í bakgarðinn í gær. Vilja þeir íbúafund um framkvæmdirnar sem eru að hefjast. Bæjarfulltrúi minnihlutans harmar verklagið og segir bæjarstjórann ekki vera að auka vinsældir sínar með þessu.

„Þetta eru meiriháttar framkvæmdir vegna þess að þetta er inngarður í Hamraborginni,“ segir Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi. Hún hefur farið fram á það að íbúar í Hamraborg fái fund til upplýsingar.

Við Hamraborgina stendur svokallaður Geislagarður, sem er eign bæjarins, og undir honum er opinn bílakjallari. Platan er farin að gefa sig og leka ofan í kjallarann og því þarf að fara í þessar framkvæmdir. En íbúar hafa ekki fengið neinn fund um þetta.

212 íbúðir

Ein kona sem býr í húsinu sendi kvörtun á Kópavogsbæ í gær þegar þetta hófst.

„Í dag hófst uppgröftur jarðvegs í Geislagarði. Engar upplýsingar viðvaranir eða tilkynningar hafa borist til okkar sem þetta varðar við erum að tala um 212 íbúðir tvöhundruð og tólf! plús fjórtán verslanir. Upplýsingar óskast!“ segir hún og vísar í siðareglur kjörinna fulltrúa Kópavogs frá því í janúar árið 2025. Þar segi að þeir starfi í þágu allra Kópavogsbúa með virku upplýsingaflæði. „Þar stendur líka að þeir starfi af heilindum og ábyrgð sýni tillitsemi og sanngirni,“ segir hún.

Allt í einu voru gröfurnar mættar. Mynd/Facebook

Hafi sértækar spurningar

Hamraborgin stendur nálægt hinum svokallaða Fannborgarreit þar sem eru að hefjast meiriháttar framkvæmdir við nýjan miðbæ. Upplýsingafundur var haldinn fyrir íbúa Fannborgar en Hamraborgin hefur ekki fengið það sama. Það harmar Bergljót.

„Þessir íbúar búa alveg upp við þetta svæði sem er verið að fara að rústa. Þau vilja vita hvað verður með sorp, hvernig verður aðkoman og fleira,“ segir hún. „Hamraborgin er risastór og þetta fólk er með alls konar spurningar sem eru sértækar fyrir þau. En þeim er ekki boðið upp á svona fund.“

Ekki einsdæmi

Bergljót segir þetta ekki vera einsdæmi í Kópavogi. Samráð sé meira í orði en á borði.

„Það er mjög mikið talað um það að vera með íbúafundi og leyfa íbúum að taka þátt. En það verður oft minna úr því. Þetta eru oft einvörðungu upplýsingafundir þar sem íbúar mega ekki koma með athugasemdir nema skriflegar,“ segir hún. „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fólk eigi alls ekki að ganga á hrauninu – Erfitt að sækja fólk sem lendir í háska

Fólk eigi alls ekki að ganga á hrauninu – Erfitt að sækja fólk sem lendir í háska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur segir áfengisfráhvörf geta verið lífshættuleg – „Hún er komin i deleríum þegar ofskynjanir eða rugl bættist við“

Ólafur segir áfengisfráhvörf geta verið lífshættuleg – „Hún er komin i deleríum þegar ofskynjanir eða rugl bættist við“