fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Eyjan
Laugardaginn 26. júlí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum lést úti í Ameríku leik- og söngkonan Connie Francis. Þessi frétt vakti litla athygli enda var Connie orðið gömul kona og flestum gleymd. Mér var þetta áfall enda var Connie fyrsta ástin í mínu lífi. Unglingaherbergið á æskuheimili mínu við Bergstaðastræti var þakið myndum af Connie úr þýska tímaritinu Bravó. Hún vakti mig til nýs dags og var það síðasta sem ég leit augum áður en ég sofnaði.

Tíminn leið og ég flutti að heiman og reyndi að finna hamingjuna annars staðar en í foreldrahúsum. En ég líktist Gretti Ásmundarsyni sem gerði fjölmargar tilraunir til að flytja að heiman en leitaði alltaf aftur í móðurfaðminn. Hann var alltaf jafnvelkominn heim að Bjargi til Ásdísar mömmu sinnar sama hvað hann gerði af sér. Hún fyrirgaf honum allt og sá einungis hið góða í syni sínum. Grettir fékk að sannreyna að meðvirk móðir er gulli betri. Hún greiddi alltaf götu hans og varði hann fyrir sveitarslúðrinu.

Ég átti eftir að koma nokkrum sinnum heim í unglingaherbergið til mömmu eftir misheppnaðar sambúðir, trúlofanir og hjónabönd. Alltaf var jafn gott að komast í skjól til mömmu sem skildi allt og fyrirgaf allt og hitta aftur myndirnar af henni Connie minni Francis uppi á vegg. Þægileg öryggiskennd umlukti mann í gulmálaða hornherberginu þar sem tíminn stóð í stað. Connie Francis brosti til mín ofan af veggjunum ung og sæt sem fyrr. Þegar ég frétti af andláti hennar á dögunum fylltist hugurinn þakklæti. Connie var nefnilega eins og mamma. Hún stóð alltaf með mér þótt á móti blési og heimurinn virtist fullur af ósanngirni. Ef ég mætti ráða vildi ég reisa minnismerki um Ásdísi á Bjargi og minnast þannig allra þeirra góðu kvenna sem aldrei gáfust upp á óþekkum sonum sínum sem oftar en ekki voru fórnarlömb misskilnings og óréttlætis eins og við Grettir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
26.06.2025

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
25.06.2025

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
EyjanFastir pennar
24.06.2025

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá