fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Eyjan
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksin segir árás mótmælanda á ljósmyndara Morgunblaðsins alvarlega. Ljóst sé að heimildir þurfi að vera til staðar í lögum til að vísa þeim flóttamönnum sem brjóta af sér með þessum hætti úr landi.

Vilhjálmur skrifar færslu á Facebook um málið.

„Það er grafalvarlegt þegar ráðist er á fjölmiðlamenn. Slík framkoma er árás á tjáningarfrelsið og það lýðræðissamfélag sem Ísland svo sannarlega er. Í gær sáum við því miður ömurlegt atvik þar sem ráðist var á ljósmyndara Morgunblaðsins.“

Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins var staddur fyrir framan utanríkisráðuneytið í gær til að mynda mótmæli félagsins Ísland-Palestína. Þar gekk einn mótmælandi á milli fjölmiðlafólks og spurði fyrir hvaða miðil það starfar. Eftir að Eyþór hafði svarað því til að hann væri á vegum Morgunblaðsins skvetti maðurinn rauðri málningu á ljósmyndarann. Árásin hefur verið harðlega gagnrýnd en árásarmaðurinn Naji Asar hefur enga iðrun sýnt. Hann sagði í færslu á samfélagsmiðlum að Morgunblaðið lýsi viðnámi Palestínu sem hryðjuverkum.

Sjá einnig: Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Vilhjálmur segir að hér sé um að ræða flóttamann sem hafi áður verið handtekinn í tengslum við mótmæli. Nú hafi hann aftur brotið af sér og þar með vanvirt íslensk gildi.

„Í þessu tilfelli er um að ræða palestínskan flóttamann sem hefur áður viðurkennt að hafa verið handtekinn í tengslum við mótmæli, og nú hefur hann aftur brotið alvarlega af sér. Slíkt er ekki aðeins brot á lögum, það er algjör vanvirðing við þau gildi sem við byggjum íslenskt samfélag á.“

Það séu forréttindi að fá vernd á Íslandi sem sé eitt friðsælasta og frjálslyndasta samfélag í heimi. Því fylgi eins sú skylda að virða hér lög og reglur. Þeir sem ekki treysti sér til þess eigi ekki að njóta áframhaldandi verndar.

Vilhjálmur segir að íslenskt samfélag þurfi að setja mörk og að löggjöfin sem og framkvæmd hennar þurfi að vera skýrari og ákveðnari. Þær breytingar sem dómsmálaráðherra hafi lagt til gangi ekki nógu langt.

„Við verðum að ganga lengra en fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra gerir ráð fyrir. Þegar Alþingi kemur saman að nýju verður að endurskoða reglur um dvalarleyfi þeirra sem brjóta af sér, þannig að hægt verði að vísa þeim úr landi. Ekki aðeins þegar um er að ræða verstu glæpi, heldur einnig þegar menn ógna öryggi og friði samborgara sinna.

Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp