fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Eyjan
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir að það reynist rétt að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Hildur Sverrisdóttir, hafi slitið þingfundi í gærkvöldi án umboðs, þá sé staðan á löggjafaþingi Íslendinga orðin uggvænleg.

Eyjan greindi frá því í nótt að laust fyrir miðnætti í gærkvöldi ákvað Hildur Sverrisdóttir að fresta umræðu um veiðigjaldamálið og slíta þingfundi án þess að hafa til þess umboð forseta eða meirihluta forsætisnefndar. Fyrirhugað hafði verið að þingmenn fengju að ræða veiðigjöldin fram eftir nóttu. Tveir þingmenn meirihlutans voru í salnum þegar þetta gerðist og segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Eyjuna að hann viti ekki til þess að annað eins hafi gerst í þinginu.

„Ég var í þingsal í kvöld og man ekki eftir öðru eins, en hér hefur þingflokksformaður augljóslega tekið fram úr sér sem fulltrúi í forsætisnefnd, svo ekki sé harðar að orði kveðið. En þetta vitnar líka um það hvoru megin þau telja að völdin eigi að vera.“

Sjá einnig: Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Hanna Katrín skrifar á Facebook: „Við vissum öll að varðstaðan um sérhagsmunina yrði sterk en ef þetta er rétt þá er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“