Martin Zubimendi er genginn í raðir Arsenal en hann kemur til félagsins frá Real Sociedad.
Um er að ræða mjög öflugan leikmann sem kostar enska stórliðið rétt rúmlega 50 milljónir punda.
Zubimendi var áður á óskalista Liverpool en hann hafnaði að ganga í raðir félagsins síðasta sumar.
Þetta er annar leikmaðurinn sem Arsenal fær í sumar en Kepa var áður fenginn frá Chelsea fyrir fimm milljónir punda.
Þessi skipti hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Arsenal hefur nú loksins staðfest komu spænska landsliðsmannsins.