fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður hjá RÚV, ræddi leik stelpnanna gegn Finnum á EM á Bylgjunni í morgun. Ísland tapaði leiknum 0-1 og Edda Sif sagði að frammistaðan hefði einfaldlega ekki verið nógu góð. En einnig hefðu stelpurnar orðið fyrir áföllum, veikindi fyrirliðans, Glódísar Perlu, og Hildur Antonsdóttir fékk rauða spjaldið í síðari hálfleik.

Rætt var um viðbrögð landsliðsþjálfarans, Þorsteins Halldórssonar, er Edda Sif bar undir hann mjög neikvæða fyrirsögn Fotbolta.net um frammistöðu stelpnanna, sem sögð var „ógeðslega“ léleg. Hann sagði að honum væri skítsama en var greinilega mjög ósáttur við fyrirsögnina og gaf lítið fyrir hana. „Hann var nú heldur betur ekki sáttur við það,“ sagði Edda Sif.

Sindri Sindrason spurði Eddu Sif hvort fjölmiðlamenn veigri sér við að gagnrýna kvennalandsliðið af sömu hörku og karlalandsliðið. Sindi sagði:

„Núna ætla ég að segja eitt og ég veit að ég er kominn út á svellið með því að segja þetta. Af því þær vilja eðlilega að við komum eins fram við þær og þær fái jafnmikla umfjöllun og það sé komið eins fram við þær og strákana. Mér finnst við fjölmiðlafólk oftast svona hræddari í kringum þær. Megi ekki segja alveg jafnmikið, vera einhvern veginn: Þær eru samt svo frábærar, þær eru samt svo góðar. Eins og maður þurfi að fara aðeins meira varlega og ég finn að íþróttafréttamenn tala um þetta, í kringum þær heldur en strákana. Okkur finnst auðveldara að fara í þá og segja bara: Fokklélegir! Verða að gera betur. Þú veist, verið bara betri. Á meðan við erum með þær: Þær voru nú allavega svona og svona og svona. Er þetta rétt hjá mér eða er þetta bara rugl?“

Edda Sif sagði: „Ég hef mikið spáð í þetta í gegnum árin. Stundum er það þannig að munurinn er sá að fólk þekkir þær síður, þannig að í umfjöllun þá er maður einhvern veginn meira að reyna að kynna þær en strákarnir einhvern veginn, það vita allir hver þeir eru. En ég er eiginlega komin á þá niðurstöðu að þetta sé ekki svona. Ég hef aldrei fengið jafnmikil viðbrögð og þegar ég tók viðtal við Hannes Þór Halldórsson á HM í Rússlandi þar sem fólk var svo sárt og móðgað yfir að ég hafi sagt að þetta hafi ekki verið besta víti sem Messi hafi tekið [Innsk.: Eftir að Hannes hafði varið vítaspyrnu frá Messi og tryggt Íslandi jafntefli gegn Argentínu], veistu fólk grét. Og mér fannst þetta ekki rosaleg gróft.“

Edda Sif sagðist telja að stelpurnar vilji fá nákvæmlega sömu meðferð og strákarnir en umræðurnar í heild má hlusta á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum