fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Hver er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi? – Efstu þingmenn hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Eyjan
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort sem fólk er þeirrar skoðunar að málþóf eigi sér nú stað á Alþingi eða ekki leikur mörgum forvitni á að vita hver ræðukóngurinn er á Alþingi á yfirstandandi þingi. Eyjunni er því ljúft og skylt að taka þær upplýsingar saman og miðla til lesenda. Keppnin er hörð í ár og munar litlu á efstu sætunum.

Þriðja sætið hneppir Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokknum. Vilhjálmur hefur meðal annars flutt 120 ræður og veitt 220 andsvör. Allt í allt hefur hann talað í 1178,27 mínútur eða í 19,6 klukkustundir.

Það kemur kannski ýmsum á óvart en Miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason er ekki ræðukóngur heldur hneppir 2. sætið fyrir að tala í 1280,04 mínútur eða 21,3 klukkustundir. Þetta afrekaði Bergþór meðal annars í 187 ræðum og 248 andsvörum.

Ræðukóngur Alþingis er í raun drottning að þessu sinni, en Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur talað í 1300,14 mínútur eða 21,7 klukkustundir. Þetta afrekaði hún meðal annars með 165 ræðum og 284 andsvörum.

Hér má sjá topp 10 listann yfir málglöðustu þingmennina á yfirstandandi þingi: 

  1. Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokkur – 21,7 klst
  2. Bergþór Ólason, Miðflokkur – 21,3 klst
  3. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokkur – 19,6 klst
  4. Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn – 19 klst
  5. Þorgrímur Sigmundsson, Miðflokkurinn – 18,5 klst
  6. Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur – 18,1 klst
  7. Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokkur – 17,7 klst
  8. Guðlaugur Þór Þórsson, Sjálfstæðisflokkur – 16,6 klst
  9. Þórarinn Ingi Pétursson, Framsóknarflokkur – 15,3 klst
  10. Sigríður Á. Andersen, Miðflokkurinn – 14,6 klst

Þessir þingmenn töluðu samanlagt í 182,4 klukkustundir. Af listanum mætti ráða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sigurinn í ræðukeppni flokkanna, en það er þó ekki svo. Þingmenn hinna stjórnarandstöðuflokkanna tala nefnilega meira að meðaltali eins og sýnt verður hér að neðan.

Þingmenn Miðflokksins 

  • Bergþór Ólason – 21,3 klst
  • Ingibjörg Davíðsdóttir – 13 klst
  • Karl Gauti Hjaltason – 19 klst
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir – 10,4 klst
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – 11,3 klst
  • Sigríður Á. Andersen – 14,6 klst
  • Snorri Másson – 12,6 klst
  • Þorgrímur Sigmundsson – 18,5 klst

Alls: 120,7 klst, eða um 15 klst á þingmann að meðaltali.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – 4,2 klst
  • Bryndís Haraldsdóttir – 21,7 klst
  • Diljá Mist Einarsdóttir – 5,6 klst
  • Guðlaugur Þór Þórsson – 16,6 klst
  • Guðrún Hafsteinsdóttir – 7,3 klst
  • Hildur Sverrisdóttir – 6,3 klst
  • Jens Garðar Helgason – 11,8 klst
  • Jón Gunnarsson – 12,2 klst
  • Jón Pétur Zimsen – 17,7 klst
  • Njáll Trausti Friðbertsson – 18,1 klst
  • Ólafur Adolfsson – 12 klst
  • Rósa Guðbjartsdóttir – 8,9 klst
  • Vilhjálmur Árnason – 19,6 klst
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – 4,3 klst

Alls: 166,3 klst eða tæpar 12 klst á hvern þingmann að meðaltali.

Þingmenn Framsóknar

  • Halla Hrund Logadóttir – 7,3 klst
  • Ingibjörg Isaksen – 11,1 klst
  • Sigurður Ingi Jóhannsson – 13,9 klst
  • Stefán Vagn Stefánsson – 14,4 klst
  • Þórarinn Ingi Pétursson – 15,3 klst

Alls: 62 klst eða um 12,2 klst á þingmann að meðaltali.

Sé fólk forvitið um stjórnarflokkana skal það fylgja sögunni hvað þeir hafa masað mikið á yfirstandandi þingi. Ræðukóngur stjórnarflokkanna er Sigurjón Þórðarson úr Flokki fólksins með 6,9 klst, en fast á hæla hans kemur flokkssystir hans, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir með 6,6 klst. Viðreisnarmaðurinn Sigmar Guðmundsson og Jóhann Páll Jóhannsson úr Samfylkingunni koma svo næstir með 5,1 klst.

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa talað í um 44,3 klst, þingmenn Viðreisnar hafa talað í 34,9 klst og þingmenn Flokks fólksins í 25,8 klst.

*Ofangreint byggir á stöðunni eins og hún var klukkan 14:00 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi