fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. júní 2025 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi leiðtogi Sósíalistaflokksins og núverandi ritstjóri Samstöðvarinnar, hugleiðir meiðyrðamál vegna ummæla í hans garð af hálfu nýrrar stjórnar flokksins.

Gunnar Smári deilir frétt Vísis þar sem byggt er á tölvupósti sem ný stjórn hefur sent á flokksfélaga, þar er fráfarandi stjórn sökuð um að hyggjast tæma sjóði flokksins og reka nýja stjórn hans út úr húsnæði flokksins í Bolholti. Í fréttinni segir:

„Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi.

Í tölvupóstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem skilja má sem svo að hafi haldið utan um rekstur Sósíalistaflokksins, sýslað með peninga flokksins og borgað meðal annars fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti skuggastjórn fyrrverandi stjórnenda flokksins.

Sagt er að fyrrverandi stjórn flokksins hafi boðað aðalfund, sem ný stjórn segir ólöglegan, í Vorstjörnunni á mánudaginn næstkomandi. Fullyrt er að fyrir liggi hótanir fyrrverandi stjórnar um að nema á brott fjármagn flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði.“

Í tölvupóstinum sem vísað er þess krafist að peningum sem teknir hafi verið í óleyfi af reikningum flokksins eftir aðalfund verði skilað.

Þvæla og ofstopi

Gunnar Smári segir á Facebook-síðu sinni að árásir á sig séu komnar út í slíka „þvælu og ofstopa“ að hann hugleiði meiðyrðamál. Orðrétt skrifar hann:

„Fólk hefur spurt mig undanfarið hvers vegna ég stefni ekki þessu fólki fyrir meiðyrði sem hefur skáldað upp alls kyns þvælu um mig á undanförnum mánuðum, í stjórnlausri rógsherferð sem það magnaði upp til að narra fólk til að ganga í Sósíalistaflokkinn til að kjósa sig í stjórnir. Ég hef bandað því frá mér, sagt að meiðyrðamál séu kostnaðarsöm erindisleysa. En þetta er komið út í slíka þvælu og ofstopa að ég ætla að sofa á þessum ábendingum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“