fbpx
Föstudagur 26.september 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni

Eyjan
Föstudaginn 20. júní 2025 06:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið var 2003 og ég var sautján ára gömul, klædd í Diesel buxur, með ljósar hárlengingar niður á mjóbak. Hann var í heimaprjónaðri peysu í sauðalitunum og greinilega búinn að kenna unglingum síðan Bítlarnir voru á vinsældalistum og núna var honum gersamlega nóg boðið.

„Þeir nemendur sem ætla sér að nota Internetið til að leita sér upplýsinga munu svo sannarlega lenda á vegg þegar í háskóla er komið,“ þrumaði hann yfir ræpugula skólastofuna.

„Vitið þið ekki að hver sem er getur skrifað hvað sem er á netið?“

Að sjálfsögðu vissum við það. Ekki síst vegna þess að við sjálf höfðum verið að skrifa hvað sem er á irkið, svo á Huga punktur is og fleiri stórkostlega miðla. Við höfðum öll séð marga kílómetra af glimmer-gif myndum, hlaðið niður hundrað árum af tónlist og grett okkur yfir öllu heimsins klámi sem krakkar höfðu sent flissandi á milli sín síðan fyrsta nettengingin var fundin upp. Við vissum að Internetið, alnetið, veraldarvefurinn var eins og sjálfsprottinn flóamarkaður á ferðamannastað þar sem finna mátti þýfi innan um gersemar.

Ég minnist sérstaklega orða kennarans sem virtist sannfærður um að „við værum svo sannarlega ekki að fara að fletta hlutum upp á Internetinu þegar út á vinnumarkaðinn væri komið.“

Árið er 2025 og ég heyri reglulega bergmálið í þessum annars ágæta kennara, í gegnum áhyggjur fólks af meintri upplausn – siðrofi sem gervigreindin á að hafa hrundið af stað.

„Þeir nemendur sem ætla sér að nota gervigreind til að leita sér upplýsinga munu svo sannarlega lenda á vegg þegar í háskóla er komið,“ þusar fólk inni á kaffistofunum.

„Vitið þið ekki að gervigreindin getur skrifað hvað sem er?“

Sérstakt uppáhald er: „Við vitum ekki hvaða myndir eru raunverulegar lengur.“ Hér má bæta því við að Photoshop kom á markað 1990 og fram að því var búið að eiga við ljósmyndir síðan miðillinn var fundinn upp.

Það er áhugavert að heyra fólk æja yfir því að „við getum svo sannarlega ekki farið að nýta okkur gervigreindina á vinnumarkaði án þess að fólk hreinlega missi störfin.“

Er fullkomlega galin hugmynd að ætla að við munum þróa kerfi, löggjöf og beita skynseminni þegar kemur að upplýsingaleit? Svona ekki ósvipað því sem við gerðum með Internetið – sem engum heilvita manni dytti í hug að nota á vinnumarkaði í dag. Þið vitið. Af því að hver sem er getur skrifað hvað sem er á netið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
24.08.2025

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
EyjanFastir pennar
23.08.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna