fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

ÍA og Terra sameina krafta til að bæta úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. júní 2025 14:40

Jóhannes Geir Guðnason, rekstrarstjóri Terra á Akranesi, og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdastjóri KFÍA handsala samstarfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Terra hafa hafið formlegt samstarf um markvissari úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum, með sérstakri áherslu á Norðurálsmótið sem fram fer á Akranesi þessa viku og komandi helgi. Markmiðið er að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd mótsins með bættri aðstöðu til flokkunar úrgangs.

,,Eins og gengur og gerist þar sem fjöldi fólks kemur saman fellur til mikið magn úrgangs. Til að mæta þessari áskorun hafa ÍA og Terra fjölgað flokkunartunnum víða á svæðinu meðal annars á íþróttasvæðum, tjaldsvæðum og skólum þar sem keppendur dvelja. Þar verður nú hægt að flokka úrgang í fjóra meginflokka: blandaðan úrgang, pappír, plast og skilagjaldsskyldar umbúðir,“  segir Erna Björk Häsler, markaðsstjóri Terra í tilkynningu.

Einnig verður flokkunarílát fyrir matarleifar staðsett í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, þar sem morgun-, hádegis- og kvöldverður er framreiddur. Þjálfarar, iðkendur og fararstjórar eru hvattir til að skila matarafgöngum í viðeigandi ílát. Allur úrgangur sem fellur til á mótinu verður vigtaður að því loknu. Það er sameiginlegt markmið mótshaldara og Terra að minnka hlutfall blandaðs úrgangs frá fyrri árum og skapa þannig fordæmi fyrir aðra viðburði.

Í fyrsta skipti á íþróttaviðburði

Erna Björk segir að þetta sé í fyrsta skipti sem óskað er eftir flokkun á úrgangi á íþróttaviðburði. ,,Hingað til hefur bara verið ein tunna sem allur úrgangur hefur farið í. Þetta eru mikil gleðitíðindi í okkar huga og við erum ákaflega stolt og ánægð að svara ákalli barna og foreldra. Ég á ekki von á öðru en fleiri íþróttafélög muni fylgja þessu fordæmi,“ segir hún og bætir við: 

,,Við hvetjum alla gesti og þátttakendur á Norðurálsmótinu til að sýna ábyrgð og flokka rétt. Með réttri flokkun tryggjum við að úrgangurinn nýtist sem auðlind og fari í endurvinnslu. Þetta skiptir máli fyrir náttúruna og framtíðina. Börn eru þegar vön að flokka úrgang í skólum og heima og nú höldum við því áfram á mótum. Þetta er mikilvægt skref í átt að sjálfbærari íþróttaviðburðum.“ 

„Við hjá ÍA erum afar stolt af því að taka þátt í þessari mikilvægu vegferð með Terra. Norðurálsmótið er einn stærsti viðburður ársins á Akranesi og með markvissari úrgangsflokkun sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum börnunum sem taka þátt gott fordæmi. Þetta samstarf er skref í rétta átt og við vonum að fleiri íþróttaviðburðir fylgi í kjölfarið,“ segir Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi