fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Oddný var ekki látin vita að hún yrði ráðherra – „Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði“

Eyjan
Mánudaginn 16. júní 2025 11:30

Oddný G. Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi þingkona og ráðherra, segir að hún hafi ekki verið látin vita af því að hún myndi taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og VG árið 2011. Frétti hún fyrst af því þegar Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti það á þingflokksfundi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali sem Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar, tók við Oddnýju og birtist á vefnum Kratinn.is.

Oddný var á þessum tíma þingflokksformaður Samfylkingarinnar og vissi hún að breytingar væru yfirvofandi á ríkisstjórninni. Hún rifjar svo upp eftirminnilegan þingflokksfund þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti breytingarnar.

„Ég er að stýra fundi og gef Jóhönnu orðið og hún segir: „Við höfum ákveðið breytingar á ríkisstjórn og niðurstaðan er sú að Oddný Harðardóttir verður fjármálaráðherra,“ er haft eftir Oddnýju í viðtalinu og hún bætir við að þetta hafi aldrei verið orðað við hana fyrr en þarna.

Þetta kom Oddnýju eðlilega á óvart.

„Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði held ég og það var svona – „Já, hvað geri ég nú?“ Ég ákvað að taka eitt skref í einu og klára þennan fund, tók niður mælendaskrá og gaf fólki orðið,“ segir Oddný í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni hér.

Fram kemur að eftir þennan vinnudag hafi hún ekið heim til sín í Garðinn og ákveðið að fara út á Garðskaga til að horfa á hafið áður en hún ræddi við fólkið sitt. Þegar hún ók inn í bæinn sá húna ð margir íbúar voru búnir að flagga í tilefni þess að þeirra kona væri orðin fjármálaráðherra.

„Síðan þurfti ég bara að glíma við það verkefni. Það var mjög lærdómsríkt og eftir situr þekking sem ekki verður frá mér tekin,“ segir hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna