fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Rannsaka hvort vefsíða hýst á Íslandi hafi verið notuð til að hafa áhrif á pólsku forsetakosningarnar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. júní 2025 12:00

Donald Tusk skýrði frá handtökunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk yfirvöld rannsaka nú hvort að öfga hægri flokkurinn Lög og réttlæti hafi brotið kosningalög og reynt að hafa áhrif á yfirstaðnar forsetakosningar með notkun heimasíðu. Heimasíðan er hýst hjá íslensku fyrirtæki.

Ríkisútvarp Póllands, Polskie Radio, greinir frá þessu.

Í vikunni tilkynnti forsætisráðherrann Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, að innanríkis öryggisstofnunin ABW hefði sent inn kæru til héraðssaksóknaraembættisins í Varsjá. Er það vegna vefsíðu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að hafa áhrif á yfirstaðnar forsetakosningar í landinu. Rannsókn eigi að leiða í ljós hvort að vefsíðan hafi haft áhrif á kosningarnar.

Tengd öfga hægrimönnum

Öfga hægrimaðurinn Karol Nawrocki vann kosningarnar naumlega og hlaut 50,89 prósent atkvæða. En andstæðingur hans Rafal Trzaskowski hlaut 49,11 prósent. Nawrocki var studdur af öfga hægriflokknum Lögum og réttlæti.

Vefsíðan heitir testnr.org og hefur þingmaður Laga og réttlætis, Dariusz Matecki, hvatt til notkun hennar. Sem og hægrisamtök sem kallast Kosningayfirsjóns samtökin.

Hýst á Íslandi

Á vefsíðunni á fólk að geta skoðað kosninganúmer einstaklinga og ástæðan er sögð vera til þess að koma í veg fyrir að fólk kjósi oft. Síðan hefur hins vegar engin tengsl við kjörstjórn Póllands eða aðra opinbera aðila. Kæra hefur einnig verði send til lögreglu um hvort að opinberum gögnum hafi verið lekið til þriðja aðila.

Það sem meira er að hún er ekki einu sinni hýst í Póllandi. Í frétt Polskie Radio kemur fram að hún sé hýst á Íslandi, það er hjá fyrirtækinu 1984. Er það ekki í fyrsta sinn sem vafasamar, eða jafn vel ólöglegar, heimasíður eru hýstar á Íslandi. Ástæðan fyrir því eru rúm netfrelsislög hér á landi sem gera fólki kleift að fela slóð sína.

Embætti saksóknara hefur staðfest að hafa fengið kæruna um vefsíðuna til sín. En embættið hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu varðandi næstu skref í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“