fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Allir fá Sýn eftir að hrært var í nafnapottinum

Eyjan
Föstudaginn 13. júní 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langt er síðan hrært hefur verið í nafnapotti fyrirtækja með jafn miklum tilþrifum og gert var í vikunni hjá Sýn, Stöð 2, Bylgjunni, Vísi, Vodafone, Fm 957, Gulli, Léttbylgjunni og nokkrum öðrum vörumerkjum Sýnar hf. sem er skráð fyrirtæki á Kauphöll Íslands.

Frægasta nafnabreytingin í íslensku viðskiptalífi er trúlega frá áttunda áratug síðustu aldar þegar flugfélögin á Íslandi voru sameinuð, gegn vilja fjölmargra hluthafa, yfirmanna og starfsmanna þeirra. Þá voru lögð til hliðar virt og viðurkennd nöfn þeirra félaga sem voru sameinuð með allnokkru valdi en það voru Loftleiðir og Flugfélag Íslands. Eftir það tók við nokkurra áratuga óformlegt stríð starfsmanna og eigenda hinna sameinuðu félaga sem seint virtust ætla að sætta sig við það að vera orðnir hluti af Flugleiðum hf.

Orðið á götunni er að nafnahræringur Sýnar hf. verði ekki svona dramatískur vegna þess að ekki er verið að sameina ólík félög. Það er löngu búið. En við sameiningar þeirra árið 2017 gleymdist að ljúka við að stokka upp nafnalistann að baki hinu sameinaða fyrirtæki og hefur það verið í miklum graut æ síðan.

Í sjálfu sér var ekki flókið að taka til í þessu nafnarugli og hefði mátt gera það með einfaldri ákvörðun stjórnar og helstu stjórnenda. Þess í stað var valið að gera breytinguna með flóknum og afar kostnaðarsömum hætti. Hermt er að 70 manns hafi komið að „stefnumótun“ um málið og sóttir hafi verið rándýrir danskir ráðgjafar yfir hafið. Niðurstaðan er sú að allt heitir nú Sýn, rétt eins og stjórnin hefði getað ákveðið í lok einhvers stjórnarfundarins.

En stundum er haft á orði að óþarfi sé að hafa hlutina einfalda ef unnt er að gera þá flókna. Sú leið var valin að þessu sinni.

Hin sjálfsagða niðurstaða er sú að þjóðin fær Sýn og vonandi skýrari sýn á allt það sem fyrirtækið hefur upp á bjóða til áhorfenda, neytenda og auglýsenda sem eru einmitt sá hópur sem hefur gengið verr að ná til vegna þess hve nafnasafn fyrirtækisins hefur verið víðfeðmt og ruglingslegt. Nú er þess vænst að öllum reynist auðveldara að fóta sig í víðtækri flóru fyrirtækisins – enda allt undir sama nafni Sýnar.

Orðið á götunni er að einn helsti mælikvarði á árangur af öllu þessu brölti sé hve vel hinu skráða félagi vegnaði á Kauphöll Íslands í gær þegar skotið var af með lúðraþyt og glæsibrag. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins hækkaði ekki neitt. Var í lok dags 25, rétt eins og í upphafi dags. Einungis voru viðskipti með hlutabréf að markaðsverði átta milljónir íslenskra króna sem er nánast ekki neitt. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins var í byrjun þessa árs 32 og hefur því lækkað um 22 prósent það sem af er þessu ári. Hæst fór gengi hlutabréfa Sýnar hf. sumarið 2022 í 70. Fallið er því mikið.

Það er því verk að vinna að ná upp skráðu verðmæti félagsins og löng leið fyrir höndum. Nú er spurningin hvort það að hræra hressilega í nafnapottinum muni duga til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins