fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Viktor lést af slysförum á Esjunni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní 2025 22:41

Viktor Arman Kambizson, 22 ára, fannst látinn í Esjunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem fannst látinn í hlíðum Kistufells á Esjunni síðdegis í gær hét Viktor Arman Kambizson. Viktor var 22 ára.

Leit viðbragðsaðila hófst um klukkan níu á mánudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að Viktor hefði ekki skilað sér úr göngu. Leit stóð yfiralla aðfararnótt þriðjudags og aftur á þriðjudagsmorgun eftir stutt hlé. 

Sjá einnig: Maðurinn sem leitað var á Esjunni er látinn

Viktor bjó í Reykjavík. Hrönn Harðardóttir móðir hans staðfestir andláts hans við fréttastofu Vísis. Hún minnist sonar síns í færslu á samfélagsmiðlum:

„Þessi fallegi, skemmtilegi yndislegi drengur, hann Viktor minn er látinn. Aðeins 22 ára gamall. Hann er göngumaðurinn sem var leitað að í Esjunni í vikunni. Hann fórst af slysförum í hlíðum Kistufells.

Við færum björgunarsveitarfólki sem leitaði tímunum saman og langt fram á nótt okkar bestu þakkir. Sem og áhöfn þyrlunnar sem fann drenginn minn. Og lögreglunni sem hélt utan um okkur og gaf reglulega upplýsingar um stöðu mála. Og þeim sem komu heim til okkar og tilkynntu andlátið. Fyrir nærgætni og hlýju. Góður drengur er fallinn frá, allt of snemma. Elsku Viktor minn, hvíldu í friði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“