fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Verðandi móðir hreppti skattfrjálsa milljón

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní 2025 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm heppnir miðaeigendur hlutu eina milljón hver þegar dregið var í útdrætti Happdrættis Háskólans í kvöld. Þrjár ungar konur voru á meðal þeirra heppnu og ein þeirra á von á barni á næstu mánuðum. Hún var að vonum glöð og sagði að það kæmi sér heldur betur vel fyrir stækkandi fjölskyldu að fá eina skattfrjálsa milljón í vasann.  

3.334 heppnir vinningshafar skiptu um 130 milljónum króna á milli sín. Auk þeirra fimm sem hlutu milljón á mann voru sextán miðaeigendur sem unnu 500 þúsund krónur hver og 374 fengu vinninga á bilinu 100 til 250 þúsund krónur.

Í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans óskar happdrættið öllum vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar stuðninginn í gegnum tíðina. Með kaupum á miða í Happdrætti Háskólans stuðla miðaeigendur að áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands og tryggja Íslendingum blómlegt háskólasamfélag. Allur hagnaður af rekstri HHÍ fer í uppbyggingu Háskóla Íslands og hafa 25 byggingar risið fyrir happdrættisfé.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Joe Exotic grátbiður Trump um náðun – „Ég þrauka ekki fimm ár í viðbót hérna“

Joe Exotic grátbiður Trump um náðun – „Ég þrauka ekki fimm ár í viðbót hérna“