fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Verðandi móðir hreppti skattfrjálsa milljón

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní 2025 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm heppnir miðaeigendur hlutu eina milljón hver þegar dregið var í útdrætti Happdrættis Háskólans í kvöld. Þrjár ungar konur voru á meðal þeirra heppnu og ein þeirra á von á barni á næstu mánuðum. Hún var að vonum glöð og sagði að það kæmi sér heldur betur vel fyrir stækkandi fjölskyldu að fá eina skattfrjálsa milljón í vasann.  

3.334 heppnir vinningshafar skiptu um 130 milljónum króna á milli sín. Auk þeirra fimm sem hlutu milljón á mann voru sextán miðaeigendur sem unnu 500 þúsund krónur hver og 374 fengu vinninga á bilinu 100 til 250 þúsund krónur.

Í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans óskar happdrættið öllum vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar stuðninginn í gegnum tíðina. Með kaupum á miða í Happdrætti Háskólans stuðla miðaeigendur að áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands og tryggja Íslendingum blómlegt háskólasamfélag. Allur hagnaður af rekstri HHÍ fer í uppbyggingu Háskóla Íslands og hafa 25 byggingar risið fyrir happdrættisfé.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra