fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Ég er ekki í nestiskulnun

Eyjan
Föstudaginn 6. júní 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sá auglýsingu á Instagram þar sem spurt var: „Burnt out from weekly meal prep?“ – á íslensku: „Ertu í nestiskulnun?“

Ég þurfti að lesa setninguna tvisvar. Ég vissi ekki að það væri hægt að kulna í nestisgerð.

Lífið er leiksvið – og núna í beinu streymi. Líkaminn er verkefni. Sambönd eru verkefni. Tíminn sjálfur er verkefni. Nestið – sem árið 1997 var bara samloka með kindakæfu – er núna slípuð afurð sem þarf að vera bæði næringarrík og samfélagsmiðlavæn.

Uppáhaldssöluvara internetsins er endurbótaþráhyggjan. Sérsniðnar auglýsingar fyrir sérhæfð öpp sem bæta líkamann, húðrútínuna, mataræðið, foreldrahlutverkið. Ertu ekki með hundinn hjá dýramarkþjálfa? Er ég vondur femínisti ef ég skipulegg ekki svefninn út frá tíðahringnum?

En það er ekki hægt að bæta öll svið mannlegrar tilvistar með ítrun. Þvert á móti getur umbótahugsunin sogið gleðina úr öllu sem hún snertir. Það er gaman að gera hlutina vel – en um leið og allt þarf alltaf að vera gert betur, hættir það að vera gaman. Endastöð allra bætinga er ekki fullkomnunin. Hún er örmögnunin.

Nú er hægt að brenna út á því að smyrja nesti. Eða „mealpreppa“, eins og stafræni heilaormurinn kallar það. Og já – það er undirtónn: Sú staðreynd að sumir borða pylsu á bensínstöð fimmta hádegið í röð og er alveg sama, á meðan aðrir upplifa kulnun af því að paprikusneiðarnar voru ekki skornar lóðrétt og grammið er á hliðinni.

Með kveðju frá konu sem borgar að vísu 24 dollara á ári fyrir filteraapp – en er að minnsta kosti ekki í nestiskulnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
EyjanFastir pennar
29.06.2025

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
28.06.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
26.06.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO
EyjanFastir pennar
25.06.2025

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum