fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Uppeldisráð 81 árs DeNiro er einfalt – Börnin á aldrinum tveggja til 57 ára

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. júní 2025 16:30

Robert DeNiro. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert De Niro lét nokkur uppeldisráð falla í viðtali hans við Entertainment Tonight. Leikarinn á sjö börn og það yngsta er dóttirin Gia, sem er tveggja ára. Móðir hennar er Tiffany Chen, 45 ára. 

„Aðalatriðið er að styðja börnin sín. Svo lengi sem þau eru ekki að meiða sig, gera neitt skaðlegt eða neitt slíkt, þá verður þú að styðja þau punktur. Jafnvel þótt þú fallist ekki á það sem þau gera eða haldir að þau … þá verður þú að styðja þau. Og þau verða að vita að þú styður þau. Alltaf.“⁠

De Niro sagði yngstu dótturina einfaldlega gleðigjafa.

„Hún er tveggja ára núna, svo þegar þau eldast og eldast þá… skilurðu? En það er alltaf dásamlegt. Hrein gleði, hvað get ég sagt?“⁠

DeNiro og Gia

DeNiro hefur áður greint frá að hann standi ekki í bleyjuskiptum.

„Nei, nei, en ég gerði það áður,“ sagði hann við Sunday Times í nóvember 2024. „Ég ver morgnunum mínum í að horfa á [YouTuber fyrir smábörn] Ms. Rachel með henni og gef henni pela.“

„Ég geri mitt besta, það er allt og sumt,“ bætti hann við um uppeldi barna sinna. „Ég vona að þau verði hamingjusöm.“

Hann sagði einnig við Guardian að Chen sjái um „þungavinnuna“ þegar kemur að Giu.

„Það er eins og það er. Það er í lagi. Ég meina, ég geri ekki þungavinnuna,“ sagði hann í október 2023 og benti á að það að ala upp börn verði ekki auðveldara með tímanum. „Ég er þarna, ég styð kærustuna mína. En hún vinnur verkið. Og við höfum hjálp, sem er svo mikilvægt.“

Chen og DeNiro hafa verið saman frá ágúst 2021.

Eldri börn De Niro eru á aldrinum 13- 57 ára: dóttirin Drena, 57 ára, og sonurinn Raphael, 48 ára, sem hann eignaðist með fyrrverandi eiginkonu sinni Diahnne Abbott; tvíburarnir Julian og Airyn, 29 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Toukie Smith; sonurinn Elliot, 27 ára, og dóttirin Helen Grace, 13 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Grace Hightower.

Í apríl lýsti leikarinn yfir stuðningi sínum við dóttur sína Airyn eftir að hún kom út sem transkona.

„Ég elskaði og studdi Aaron sem son minn, og nú elska ég og styð Airyn sem dóttur mína,“ sagði hann við TMZ. „Ég veit ekki hvað málið er … ég elska öll börnin mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“